Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira