Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 19:01 Sala á nikótínpúðum hefur stóraukist á síðustu misserum og þeir eru þar af leiðandi algengari á heimilum landsmanna. Mikilvægt er að geyma þá þar sem börn ná ekki til. mynd/Stöð 2 Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. Ástæður símtalanna eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna að börn hafa gleypt nikótínpúða og innbyrt rafrettuvökva. Þá hefur fólki hefur svelgst á púðum sem það hefur tekið í vörina og ungmenni hafa kyngt þeim viljandi. Samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöinni hefur þessum málum fjölgað ört á síðustu vikum og eru símtölum allt að fjögur á dag. Yfiirlæknir á bráðamóttöku barna segir spítalann almennt hafa eftirlit með líðan barna eftir þessi atvik en einnig sé eitthvað um innlagnir. Oftast séu þetta börn á leikskólaaldri. „Það er að segja óvitar sem komast í þetta. Eru að sjá að fullorðnir eru að gera þetta og vilja prófa líka,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir. Vegna eiginleika þeirra sé jafnvel brýnna að halda sumum nikótínvörum sem njóta vinsælda í dag frá börnum en hefðbundna tóbakinu. „Nú eru þessi efni í dag bragðbætt. Þannig þau eru ekki að stoppa inntöku á sama hátt og gömlu efnin,“ segir hann. „Margir átta sig ekki á að nikótín er hættulegt efni og getur reynst börnum banvænt.“ Hann hvetur fólk til að huga að því hvar efnin eru geymd og einnig hvar þeim er fargað, en dæmi eru um að börn séu að stinga upp í sig notuðum púðum. Einkennin eru ofast ógleði, uppköst og svimi en geta verið alvarlegri. „Þetta getur valdið meðvitundarskerðingu og hjartsláttartruflun, sem getur beinlínis verið lífshættulegt.“ Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Slysavarnir Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. Ástæður símtalanna eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna að börn hafa gleypt nikótínpúða og innbyrt rafrettuvökva. Þá hefur fólki hefur svelgst á púðum sem það hefur tekið í vörina og ungmenni hafa kyngt þeim viljandi. Samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöinni hefur þessum málum fjölgað ört á síðustu vikum og eru símtölum allt að fjögur á dag. Yfiirlæknir á bráðamóttöku barna segir spítalann almennt hafa eftirlit með líðan barna eftir þessi atvik en einnig sé eitthvað um innlagnir. Oftast séu þetta börn á leikskólaaldri. „Það er að segja óvitar sem komast í þetta. Eru að sjá að fullorðnir eru að gera þetta og vilja prófa líka,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir. Vegna eiginleika þeirra sé jafnvel brýnna að halda sumum nikótínvörum sem njóta vinsælda í dag frá börnum en hefðbundna tóbakinu. „Nú eru þessi efni í dag bragðbætt. Þannig þau eru ekki að stoppa inntöku á sama hátt og gömlu efnin,“ segir hann. „Margir átta sig ekki á að nikótín er hættulegt efni og getur reynst börnum banvænt.“ Hann hvetur fólk til að huga að því hvar efnin eru geymd og einnig hvar þeim er fargað, en dæmi eru um að börn séu að stinga upp í sig notuðum púðum. Einkennin eru ofast ógleði, uppköst og svimi en geta verið alvarlegri. „Þetta getur valdið meðvitundarskerðingu og hjartsláttartruflun, sem getur beinlínis verið lífshættulegt.“
Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Slysavarnir Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira