Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:25 Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi en ekki hafa jafn fáir greinst með veiruna og í gær síðan 14. september. „Hægt og bítandi er þetta að fara niður. Þetta gengur ekkert voðalega hratt en við bjuggumst svo sem ekkert við því endilega en þetta er bara ánægjulegt. Sérstaklega í ljósi þess að það var tekið mikið af sýnum í gær og það verður að túlka það líka þannig,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði í vikunni og telur að fara þurfi hægt í að aflétta takmörkunum.Vísir/Egill Þær sóttvarnaraðgerðir sem nú eru í gildi gilda fram í næstu viku. Þórólfur ætlar að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði á næstu dögum þar sem hann leggur til framhald aðgerða. „Þá held ég að við þurfum að fara hægt í þetta og ná að halda árangrinum góðum heldur en þurfa að fara of hratt og þurfa að bakka aftur og ég held að það sé allra hagur að gera það þannig.“ Einn lést á Landspítalanum í gær vegna Covid-19 en fjórtán hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Níu karlar og fimm konur. Meðalaldur þeirra sem hafa látist er 88 ár en einn var á áttræðisaldri, átta á níræðisaldri og fimm á tíræðisaldri. Í þessari þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hafa fjórtán látist.Grafík/Hafsteinn Sóttvarnalæknir segir ellefu andlátanna tengjast hópsýkingunni á Landakoti og að talið sé að rekja megi um tvö hundruð smit til hennar. Einhvern tíma til viðbótar taki að sjá fyrir endann á hópsýkingunni. „Við erum að tala hér um eldri einstaklinga sem að yfirleitt þola þessa sýkingu miklu verr heldur en yngra fólk þannig að það er eitthvað svolítið í land með að við sjáum alveg fyrir endann og hvernig þessi hópsýking er saman sett.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58