Risastóri misskilningurinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. nóvember 2020 14:01 Þegar ráfað er í gegnum fjöl- og samfélagsmiðla má oft finna talsverða neikvæðni hjá einkabílanotendum í garð breyttra ferðavenja í formi hjólreiða. Margir hafa meira að segja gagnrýnt kostnað sem sveitarfélög leggja í við uppbyggingu á hjólreiðastígum. Þetta er afar áhugavert í ljósi eftirfarenda staðreynda: Breyttar ferðavenjur skapa meira rými fyrir þá sem kjósa einkabílinn Eitt af því sem virðist pirra suma einkabílanotendur hvað mest eru umferðateppur. Málið er einfalt, því fleiri ferðir sem farnar eru með hjóli, því færri verða bílferðirnar. Einföld eðlisfræði segir okkur að ferðir í einkabíl eru mun plássfrekari en aðrar ferðvenjur. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar skapa meira bílapláss. Breyttar ferðavenjur geta lækkað eldsneytiskostnað einkabílsins Það kostar ekki bara dýrmætan gjaldeyri að kaupa olíu á bíla heldur kostar líka enn meiri gjaldeyri að kaupa bílana sjálfa, dekkin og varahlutina. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur þá dregur verulega úr gjaldeyrisútflæði sem styrkir venjulega krónuna, sem aftur skilar meiri kaupmætti fyrir alla og lækkun á olíuverði innanlands. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar auka kaupmátt og lækka olíukostnað einkabílsins. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað vegna losunar gróðurhúsaloftegunda Vegasamgöngur eru stærsti losunarþáttur gróðurhúsaloftegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ef ekki tekst að ná loftslagsmarkmiðum Íslands blasa við sektargreiðslur sem geta orðið verulega háar. Sá kostnaður mun lenda á ríkinu sem eru við sjálf, þannig að reikningurinn lendir líka hjá okkur sem notum einkabíla. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur aukast líkurnar á að markmiðin náist og að sektargreiðslurnar verði minni. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar lækka kolefniskostnað þjóðarinnar þ.á.m. eigenda einkabíla. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað heilbrigðiskerfisins Samkvæmt fjármálaráðuneytinu eru útgjöld til heilbrigðismála 753 þúsund kr. á hvern íbúa landsins. Við einkabílaeigendur, og aðrir skattgreiðendur borgum auðvitað þann reikning. Samkvæmt nýlegri samantekt í Danmörku eru heilsufarsáhrif hjólreiða svo jákvæð, að sparnaður í heilbrigðiskostnaði hefur verið metin á 8 danskar krónur á hvern hjólakílómetra. Þetta þýðir að fyrir hvern kílómetra sem við fáum fólk til að ferðast með hjóli eða rafhjóli gætu 170 kr. sparast á endanum í heilbrigðisútgjöld. Það lækkar framtíðarkostnað allra skattgreiðenda, líka hjá eigendum einkabíla. Allir græða Þó að fólk velji að breyta ekki um ferðvenjur og halda sig eingöngu við einkabílinn þá er alveg skýrt að allir græða á auknum hjólreiðum. Rafhjól hafa opnað á viðtækari nýtingu hjólreiða þar sem brekkur og mótvindur verða minna vandamál. Ríkið hef stigið risastórt skref í stuðningi við hjólreiðar með niðurfellingu á virðisaukaskatti, enda bæta jákvæð umhverfis- og efnahagsáhrif það skatttekjutap margfalt. Ljóst er að allir græða með einhverjum hætti á auknum hjólreiðum, líka þeir sem kjósa að nýta sér aldrei þennan frábæra ferðamáta. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ráfað er í gegnum fjöl- og samfélagsmiðla má oft finna talsverða neikvæðni hjá einkabílanotendum í garð breyttra ferðavenja í formi hjólreiða. Margir hafa meira að segja gagnrýnt kostnað sem sveitarfélög leggja í við uppbyggingu á hjólreiðastígum. Þetta er afar áhugavert í ljósi eftirfarenda staðreynda: Breyttar ferðavenjur skapa meira rými fyrir þá sem kjósa einkabílinn Eitt af því sem virðist pirra suma einkabílanotendur hvað mest eru umferðateppur. Málið er einfalt, því fleiri ferðir sem farnar eru með hjóli, því færri verða bílferðirnar. Einföld eðlisfræði segir okkur að ferðir í einkabíl eru mun plássfrekari en aðrar ferðvenjur. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar skapa meira bílapláss. Breyttar ferðavenjur geta lækkað eldsneytiskostnað einkabílsins Það kostar ekki bara dýrmætan gjaldeyri að kaupa olíu á bíla heldur kostar líka enn meiri gjaldeyri að kaupa bílana sjálfa, dekkin og varahlutina. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur þá dregur verulega úr gjaldeyrisútflæði sem styrkir venjulega krónuna, sem aftur skilar meiri kaupmætti fyrir alla og lækkun á olíuverði innanlands. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar auka kaupmátt og lækka olíukostnað einkabílsins. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað vegna losunar gróðurhúsaloftegunda Vegasamgöngur eru stærsti losunarþáttur gróðurhúsaloftegunda sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Ef ekki tekst að ná loftslagsmarkmiðum Íslands blasa við sektargreiðslur sem geta orðið verulega háar. Sá kostnaður mun lenda á ríkinu sem eru við sjálf, þannig að reikningurinn lendir líka hjá okkur sem notum einkabíla. Ef fleiri kjósa breyttar ferðavenjur aukast líkurnar á að markmiðin náist og að sektargreiðslurnar verði minni. Niðurstaðan er því einföld, færri bílakílómetrar lækka kolefniskostnað þjóðarinnar þ.á.m. eigenda einkabíla. Breyttar ferðavenjur geta lækkað kostnað heilbrigðiskerfisins Samkvæmt fjármálaráðuneytinu eru útgjöld til heilbrigðismála 753 þúsund kr. á hvern íbúa landsins. Við einkabílaeigendur, og aðrir skattgreiðendur borgum auðvitað þann reikning. Samkvæmt nýlegri samantekt í Danmörku eru heilsufarsáhrif hjólreiða svo jákvæð, að sparnaður í heilbrigðiskostnaði hefur verið metin á 8 danskar krónur á hvern hjólakílómetra. Þetta þýðir að fyrir hvern kílómetra sem við fáum fólk til að ferðast með hjóli eða rafhjóli gætu 170 kr. sparast á endanum í heilbrigðisútgjöld. Það lækkar framtíðarkostnað allra skattgreiðenda, líka hjá eigendum einkabíla. Allir græða Þó að fólk velji að breyta ekki um ferðvenjur og halda sig eingöngu við einkabílinn þá er alveg skýrt að allir græða á auknum hjólreiðum. Rafhjól hafa opnað á viðtækari nýtingu hjólreiða þar sem brekkur og mótvindur verða minna vandamál. Ríkið hef stigið risastórt skref í stuðningi við hjólreiðar með niðurfellingu á virðisaukaskatti, enda bæta jákvæð umhverfis- og efnahagsáhrif það skatttekjutap margfalt. Ljóst er að allir græða með einhverjum hætti á auknum hjólreiðum, líka þeir sem kjósa að nýta sér aldrei þennan frábæra ferðamáta. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun