Ýmis fyrirtæki blómstra og engin hætta á vöruskorti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2020 13:42 Ólafur Stephensen segir skilaboðin til atvinnurekenda skýr. Ekki leita að undanþágum og standa með stjórnvöldum. Almannavarnir Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Ólafur Stephensen, formaður Félags atvinnurekenda, segir að langstærstur hluti atvinnurekenda hér á landi reikni með því að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi eftir ár. Þá sagði hann 12 prósent fyrirtækja innan FA hafa aukið tekjur sínar á milli ára. „Það er ekki allt svart þótt erfitt sé hjá mörgum,“ sagði Ólafur á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Enginn vöruskortur í kortunum Ólafur sagði að innan FA séu mörg fyrirtæki í smærri kantinum eða í millistærð. Í könnunum sem samtökin hafi gert komi fram að þrátt fyrir erfiða tíma vegna kórónuveirufaraldursins telji yfirgnæfandi meirihluti að fyrirtækið þeirra verði enn starfandi að ári. Þá ræddi hann störf fólks á bak við tjöldin hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hafi unnið þrekvirki að koma vörum til landsins svo aldrei sé neinn alvarlegur skortur í verslunum. Í byrjun faraldursins hefði ekki verið augljóst að þannig tækist að búa um hnútana. Ekki væri von á vöruskorti nú þegar jólin eru á næsta leyti. Litlar líkur séu á því og þá ekki í neinu sem telja mætti til lykilvara. Þá nefndi hann ljóst að ýmislegt mætti læra af faraldrinum. Þannig væru atvinnurekendur orðnir býsna góðir í að finna lausnir til að starfa á meðan hertum aðgerðum stendur. Ljóst væri að stjórnvöld og atvinnulíf gætu unnið vel saman á erfiðum tímum. Fyrirtæki standi með stjórnvöldum Ólafur nefndi á þeim nótum að FA hefði lagt áherslu á atvinnurekendur að leita allra ráða til að starfa innan þess ramma sem stjórnvöld setji á tímum kórónuveirufaraldursins. Það þurfi að standa með stjórnvöldum. „Það verður ekkert eðlilegt aftur nema við stöndum saman og vinnum saman.“ Tryggja þyrfti áframhaldandi rekstur innan þess ramma og forðast að leita undanþága frá reglum sem gildi í samfélaginu. Hann lagði þó áherslu á því að yfirvöld væru skýr og pössuðu upp á fyrirsjáanleika varðandi aðgerðir til að koma til móts við atvinnurekendur á þessum tímum. Lokunarstyrkir séu dæmi um það enda ljóst að hjá sumum fyrirtækjum sé óumflýjanlegt annað en að þau verði gjaldþrota. Brúarlánin misheppnuð Varðandi fyrirtækin innan FA þá eru stærri fyrirtækin með sterkara bakland og betra aðgengi að fjármagni. Faraldurinn reynist því minni fyrirtækjum heilt yfir verr en þeim stærri. Hann sagðist þó hafa nokkrar áhyggjur af því að úrræði stjórnvalda, og það fjármagn sem sett hefur verið til hliðar, sé ekki að nýtast nógu vel. Dæmi um það væri brúarlánin sem væru misheppnað úrræði og hafi ekki virkað. Þar megi líklega kenna um áhættu bankanna af slíkum lánum, sem sé of mikil. Úrræðið þurfi að endurskoða svo það gagnist fyrirtækjum. Þá nefndi hann að hjá 12 prósent fyrirtækja innan FA séu tekjur meiri en fyrir ári. Best gangi hjá þeim sem flytji inn og selji raftæki. Þá séu margir landsmenn að sinna viðhaldi og því gangi verslunum með aðföng í byggingariðnaði vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira