Miklir lubbar á ferðinni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2020 21:01 Fjóla Valdís er ein þeirra fjölmörgu sem hefur ekkert fengið að vinna síðustu vikurnar út af samkomutakmörkunum. Vísir/Einar Fimm vikna lokun hárgreiðslustofa hefur tekið á starfsfólk sem vonast til að mega fara að klippa aftur eftir helgina, enda sé ekki vanþörf á. Þetta er í annað sinn á árinu sem hárgreiðslustofum er lokað vegna kórónuveirufaraldursins en í fyrri bylgju faraldursins var þeim lokað í sex vikur. Það hefur reynt á marga sem þar starfa að komast ekki í vinnuna vikum saman. „Fólk er þreytt á að hafa ekkert fyrir stafni,“ segir Fjóla Valdís Árnadóttir rekstrarstjóri Barbarans og að margir upplifi eirðarleysi. Þær reglur sem nú eru í gildi gilda fram á þriðjudag og óvíst hvað tekur við að þeim loknum. Sóttvarnalæknir undirbýr nú nýtt minnisblað sem hann ætlar að senda til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um framhald sóttvarnaraðgerða. Hann hefur þó sagt að hann vilji fara hægt í að aflétta þeim takmörkunum sem í gildi eru. Breyta um stíl Fjóla segir hárgreiðslufólki finnast misræmi í því að hægt sé til að mynda að fara í sjúkraþjálfun en ekki í klippingu þó starfsfólk þar sé með grímur og jafnvel í hönskum. „Við skiljum það ekki alveg af því að sóttvarnir eru góðar hjá hárgreiðslufólki. Þetta skýtur dálítið skökku við.“ Fjóla vonast til að hægt verði að byrja að klippa aftur í næstu viku og segir marga bíða eftir að komast í klippingu. „Miklir lubbar á ferðinni og manni hlakkar mikið til að fara að klippa aftur. Svo er líka svo spennandi. Af því að í fyrri bylgjunni, að þegar fólk kom í klippingu, að þá sem sagt var það komið með svo mikið hár að það fór að breyta um stíl og það svona hafði alltaf verið með stutt og fór að vera með lengra og breyta til og það er svo skemmtilegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 10. nóvember 2020 17:25 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fimm vikna lokun hárgreiðslustofa hefur tekið á starfsfólk sem vonast til að mega fara að klippa aftur eftir helgina, enda sé ekki vanþörf á. Þetta er í annað sinn á árinu sem hárgreiðslustofum er lokað vegna kórónuveirufaraldursins en í fyrri bylgju faraldursins var þeim lokað í sex vikur. Það hefur reynt á marga sem þar starfa að komast ekki í vinnuna vikum saman. „Fólk er þreytt á að hafa ekkert fyrir stafni,“ segir Fjóla Valdís Árnadóttir rekstrarstjóri Barbarans og að margir upplifi eirðarleysi. Þær reglur sem nú eru í gildi gilda fram á þriðjudag og óvíst hvað tekur við að þeim loknum. Sóttvarnalæknir undirbýr nú nýtt minnisblað sem hann ætlar að senda til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um framhald sóttvarnaraðgerða. Hann hefur þó sagt að hann vilji fara hægt í að aflétta þeim takmörkunum sem í gildi eru. Breyta um stíl Fjóla segir hárgreiðslufólki finnast misræmi í því að hægt sé til að mynda að fara í sjúkraþjálfun en ekki í klippingu þó starfsfólk þar sé með grímur og jafnvel í hönskum. „Við skiljum það ekki alveg af því að sóttvarnir eru góðar hjá hárgreiðslufólki. Þetta skýtur dálítið skökku við.“ Fjóla vonast til að hægt verði að byrja að klippa aftur í næstu viku og segir marga bíða eftir að komast í klippingu. „Miklir lubbar á ferðinni og manni hlakkar mikið til að fara að klippa aftur. Svo er líka svo spennandi. Af því að í fyrri bylgjunni, að þegar fólk kom í klippingu, að þá sem sagt var það komið með svo mikið hár að það fór að breyta um stíl og það svona hafði alltaf verið með stutt og fór að vera með lengra og breyta til og það er svo skemmtilegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 10. nóvember 2020 17:25 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 10. nóvember 2020 17:25
„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08
Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25