Segir erfitt að mæla fordóma innan lögreglunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 19:53 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir erfitt að segja til um hvort það fyrir finnist fordómar í garð minnihlutahópa innan lögreglunnar þegar ekki liggi fyrir nægilega góðir mælikvarðar. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundaði í dag um merkingar á lögreglufatnaði og fræðslu innan embættisins. Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum eftir að mynd af lögreglukonu sem bar umdeilda fána á búningi sínum, líkt og merki hvítra þjóðernissinna, vakti athygli. Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í dag voru dómsmálaráðherra, yfirmaður menntamála hjá lögreglu og ríkislögreglustjóri. „Þetta var bara mjög gagnlegur fundur, við áttum bara mjög gott og árangursríkt samtal við lögregluna og mér fannst mjög jákvætt að heyra hvað hún er opin og móttækileg og bara öll að vilja gerð að efla fræðslu innan lögreglunnar um fordóma og aðferðir til að bregðast við þeim og bara almennt um fjölbreytilegt samfélag og hvernig lögreglan getur unnið fyrir alla,“ sagði Þórhildur Sunna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Þórhildur Sunna óskaði eftir fundinum, sagði hún að viðbrögð lögreglunnar vegna málsins benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki, eða að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. Þórhildur Sunna var spurð um viðhorf sitt til þessa, nú að loknum fundi um málið í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það voru allir sammála um að það skorti meiri fræðslu innan lögreglunnar. Hver einasti gestur sem við töluðum við var á þeirri skoðun og er að vinna að því að byggja það upp. Þannig að það er bara gríðarlega jákvætt og ég tek það frá þessum fundi að lögreglan þarf stuðning til þess að byggja upp betri fræðslu og meiri mannafla og ég tek það inn í fjárlagavinnuna til þess að geta bara fylgt því eftir,“ sagði Þórhildur Sunna. „Svo kom líka fram að við þurfum bara betri mælikvarða um hvað þetta þýðir allt saman. Samskipti lögreglunnar við mismunandi hópa í samfélaginu og hvernig er hægt að mæla hvort að það fyrir finnist fordómar eða ekki. Ef við höfum enga leið til að mæla það þá getum við heldur ekki talað um það á neinn uppbyggilegan hátt og það stendur líka til bóta þannig það er gríðarlega jákvætt.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent