Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 19:52 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14
Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08