Þrettándi leikmaðurinn sem Liverpool liðið missir í meiðsli eða veikindi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 09:30 Virgil van Dijk verður lengi frá en það eru fullt af öðrum leikmönnum Liverpool á meiðslalistanum. Getty/John Powell Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins. Enski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Enski landsliðsmiðvörðurinn Joe Gomez bættist í gær í hóp þeirra fjölmörgu leikmanna Englandsmeistara sem hafa meiðst eða veikst á þessu tímabili. Það eru bara liðnir þrír mánuður af titilvörninni hjá Liverpool en meiðslavandræði liðsins ætla engan endi að taka. Meiðslavandræðin í vörninni gætu reynst erfið fyrir Jürgen Klopp að leysa ekki síst eftir fréttir gærdagsins. Joe Gomez meiddist þá á hné á landsliðsæfingu og Telegraph sagði frá því að leikmaðurinn sjálfur óttist það að hann verði lengi frá keppni. Liverpool er þegar búið að missa miðvörðinn Virgil van Dijk í krossbandsslit. Virgil van Dijk og Joe Gomez spiluðu stóran hluta leikjanna á titiltímabilinu og Joe Gomez hafði fengið stærra hlutverk eftir að hollenski landsliðsmiðvörðurinn datt út. Liverpool þurfti ekki að glíma mikið við meiðsli lykilmanna á síðasta tímabili sem kom sér vel þegar liðið endaði þriggja áratuga bið eftir enska meistaratitlinum. Titilvörnin hefur aftur á móti verið ein stór meiðslamartröð. Alisson Van Dijk Gomez Matip Fabinho Alexander-Arnold Thiago Oxlade-Chamberlain Henderson Keita Mane Tsimikas Shaqirihttps://t.co/0rTBgnzI2A— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Liverpool liðið hefur nú misst þrettán leikmenn á tímabilinu í meiðsli eða kórónuveiruveikindi. Það er því farið að reyna all verulega á breiddina í leikmannahópi Jürgen Klopp. Jürgen Klopp hefur kallað eftir því að það verði aftur leyfðar fimm skiptingar enda er álagið mjög mikið á leikmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það þykir nokkuð ljóst að mikill fjöldi meiðsla sé afleiðing miklu meira álags á þessum leikmönnum en álagið var nú ekki lítið fyrir. Kórónuveiran hefur hins vegar þjappað tímabilinu enn meira saman og leikmennirnir eru sem dæmi farnir að spila þrjá leiki í landsleikjaglugganum. Leikmennirnir sem Liverpool liðið hefur misst í meiðsli og veikindi eru Virgil van Dijk, Thiago Alcantara, Fabinho, Joel Matip, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold, Alex Oxlade-Chamberlain, Alisson Becker, Jordan Henderson, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Sadio Mane og Xherdan Shaqiri. Joel Matip er byrjaður aftur að spila eins og þeir Alisson, Henderson, Keita, Tsimikas, Mane og Shaqiri. Virgil van Dijk verður frá út tímabilið og Thiago Alcantara hefur heldur ekkert spilað eftir Everton leikinn. Fabinho er líka ennþá frá og Alex Oxlade-Chamberlain hefur verið meiddur í langan tíma. Mieðsli þeirra Joe Gomez og Trent Alexander-Arnold eru svo ný af nálinni. Það lítur út fyrir að aðeins þeir Mo Salah, Roberto Firmino, Andy Robertson, Gini Wijnaldum og Diogo Jota hafi verið heilir allan tímann af aðallliðsmönnum liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn