Fálki hámaði í sig hettumáv á palli í Fossvogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 09:56 Fálkinn var hinn rólegasti við „matarborðið“ þrátt fyrir myndatökur Þórdísar í gær. Þórdís Bragadóttir Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Fálkinn reyndist ekkert slasaður, bara pakksaddur og sæll, en farið var með hann í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig í nótt. Fálkanum verður svo sleppt í dag. „Þetta er mögnuð upplifun að verða vitni að þessu. Ég var að vinna heima og verð vör við einhvern umgang og einhverja dynki og áttaði mig ekki á því hvað var í gangi. Mér verður litið út og sé að það liggur dauður fugl á pallinum. Ég ætlaði að fjarlægja hann og ég lagði hann á dagblað upp á borð alveg upp við húsið. Svo bara nokkru seinna heyri ég aftur einhvern umgang og þá er kominn þarna á pallinn þessi fallegi fálki,“ sagði Þórdís frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði fálkann hafa verið góða stund að reyna að átta sig á því hvort hann ætti að fara í hettumávinn eða ekki. „Hann sat þarna lengi á handriðinu og horfði á mig og horfði á fuglinn og svo bara hófst hann handa við að borða fuglinn. […] Hann sat þarna góða stund áður en hann byrjaði og svo var hann alveg í klukkutíma að tæta hann í sig og skildi ekki neitt eftir nema bara vængina og lappirnar. Svo þegar hann var búinn að borða þá komst hann eiginlega bara ekki neitt. Hann tyllti sér þarna á stólbak og sat þar örugglega í korter að reyna að jafna sig,“ sagði Þórdís. Hún fór nokkrum sinnum út á pallinn og tók nokkur myndbönd og myndir en fálkinn kippti sér ekkert upp við það. Aðspurð hvort að mávurinn hefði flogið á gluggann hjá henni sagðist Þórdís ekki vera viss hvað gerðist. „Ég átta ekki mig á því hvort þetta voru átök þeirra á milli eða hvort hann fór á glerið í handriðinu. Það hefur nefnilega oft gerst hjá okkur að þeir fljúga á handriðið. Í síðustu viku var dauður fugl þarna á pallinum. Þannig að ég vissi ekki hvort það var, hvort að fálkinn hafði náð honum einhvern veginn eða hvort hann hafi flogið á glerið.“ Fálkinn fór síðan niður af efri pallinum og á neðri pallinn. „Þar var hann lengi að labba um og náði einhvern veginn ekki að hefja sig til flugs. Hann var að reyna að komast upp á grindverkið og komst ekki og þá fór ég nú að hafa svolítið áhyggjur af honum því það eru kettir hérna og svo hundarnir mínir,“ sagði Þórdís. Þá hafi hún hringt í fuglavininn hjá lögreglunni sem kom og náði í fálkann. Hann fór með hann til dýralæknis og þaðan í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig, eins og áður sagði. Hér ofar í fréttinni má sjá myndböndin sem Þórdís tók í gær en það er ekki ofsögum sagt að þau séu ansi mögnuð. Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Þórdís Bragadóttir, íbúi í Fossvogi, vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið í gær þegar fálki birtist á pallinum heima hjá henni og fór að háma í sig ungan hettumáv sem þar lá dauður. Það tók fálkann um klukkustund að éta mávinn en að máltíð lokinni var hann heldur þungur á sér og gat ekki flogið af stað. Þórdís kallaði því á fuglavin sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom og sótti fálkann og fór með hann til dýralæknis. Fálkinn reyndist ekkert slasaður, bara pakksaddur og sæll, en farið var með hann í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig í nótt. Fálkanum verður svo sleppt í dag. „Þetta er mögnuð upplifun að verða vitni að þessu. Ég var að vinna heima og verð vör við einhvern umgang og einhverja dynki og áttaði mig ekki á því hvað var í gangi. Mér verður litið út og sé að það liggur dauður fugl á pallinum. Ég ætlaði að fjarlægja hann og ég lagði hann á dagblað upp á borð alveg upp við húsið. Svo bara nokkru seinna heyri ég aftur einhvern umgang og þá er kominn þarna á pallinn þessi fallegi fálki,“ sagði Þórdís frá í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði fálkann hafa verið góða stund að reyna að átta sig á því hvort hann ætti að fara í hettumávinn eða ekki. „Hann sat þarna lengi á handriðinu og horfði á mig og horfði á fuglinn og svo bara hófst hann handa við að borða fuglinn. […] Hann sat þarna góða stund áður en hann byrjaði og svo var hann alveg í klukkutíma að tæta hann í sig og skildi ekki neitt eftir nema bara vængina og lappirnar. Svo þegar hann var búinn að borða þá komst hann eiginlega bara ekki neitt. Hann tyllti sér þarna á stólbak og sat þar örugglega í korter að reyna að jafna sig,“ sagði Þórdís. Hún fór nokkrum sinnum út á pallinn og tók nokkur myndbönd og myndir en fálkinn kippti sér ekkert upp við það. Aðspurð hvort að mávurinn hefði flogið á gluggann hjá henni sagðist Þórdís ekki vera viss hvað gerðist. „Ég átta ekki mig á því hvort þetta voru átök þeirra á milli eða hvort hann fór á glerið í handriðinu. Það hefur nefnilega oft gerst hjá okkur að þeir fljúga á handriðið. Í síðustu viku var dauður fugl þarna á pallinum. Þannig að ég vissi ekki hvort það var, hvort að fálkinn hafði náð honum einhvern veginn eða hvort hann hafi flogið á glerið.“ Fálkinn fór síðan niður af efri pallinum og á neðri pallinn. „Þar var hann lengi að labba um og náði einhvern veginn ekki að hefja sig til flugs. Hann var að reyna að komast upp á grindverkið og komst ekki og þá fór ég nú að hafa svolítið áhyggjur af honum því það eru kettir hérna og svo hundarnir mínir,“ sagði Þórdís. Þá hafi hún hringt í fuglavininn hjá lögreglunni sem kom og náði í fálkann. Hann fór með hann til dýralæknis og þaðan í Húsdýragarðinn þar sem hann fékk að jafna sig, eins og áður sagði. Hér ofar í fréttinni má sjá myndböndin sem Þórdís tók í gær en það er ekki ofsögum sagt að þau séu ansi mögnuð.
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira