„Held að fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þorgerður Katrín spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af stöðu kvenna í Póllandi í ljósi dóms stjórnlagadómstóls landsins um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. „Ég geri mér vissulega grein fyrir því að þetta mál er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þorgerður og benti á að nokkrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpi heilbrigðisráðherra á síðasta ári. Þá sagði hún pólska stjórnarflokkinn Lög og réttlæti systurflokk Sjálfstæðisflokksins. „Er ráðherra á þeirri skoðun að konur eigi algerlega tilneyddar að ljúka meðgöngu þrátt fyrir að ljóst sé að barn muni ekki lifa?“ spurði Þorgerður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þvílíkur þvættingur“ Bjarni sagði með ólíkindum að halda því fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpinu vegna þess að þeir vildu taka upp gildandi reglur í Póllandi. „Það er verið að gefa það í skyn hér. Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur. Það er algerlega með ólíkindum að hlusta á þetta, einhver ömurlegasta tilraun sem ég hef bara hlustað á lengi til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við eitthvert hneykslismál út í Evrópu. Má ég biðja um að þetta sé aðeins á hærra plani?“ sagði Bjarni. „Ég held að hæstvirtur fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr rúminu. Þetta var einföld spurning,“ sagði Þorgerður og ítrekaði spurningu sína um hvort Bjarni hefði áhyggjur af stöðu kvenna og réttindaskerðingar þeirra í Póllandi. Bjarni svaraði því til að hann hefði áhyggjur af stöðunni. „Ég biðst forláts en það hefur ekkert með málið að gera hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í flokka samstarfi á vettvangi Evrópusamvinnu með einhverjum flokkum. Að það þýði að hann fylgi sömu stefnu og þeir í öllum málaflokknum. Þetta er bara ekki boðleg nálgun. Þetta er bara aum og ömurleg tilraun koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn út af einhverju máli sem er að gerast úti í Póllandi.“ Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þorgerður Katrín spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af stöðu kvenna í Póllandi í ljósi dóms stjórnlagadómstóls landsins um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. „Ég geri mér vissulega grein fyrir því að þetta mál er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þorgerður og benti á að nokkrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpi heilbrigðisráðherra á síðasta ári. Þá sagði hún pólska stjórnarflokkinn Lög og réttlæti systurflokk Sjálfstæðisflokksins. „Er ráðherra á þeirri skoðun að konur eigi algerlega tilneyddar að ljúka meðgöngu þrátt fyrir að ljóst sé að barn muni ekki lifa?“ spurði Þorgerður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þvílíkur þvættingur“ Bjarni sagði með ólíkindum að halda því fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpinu vegna þess að þeir vildu taka upp gildandi reglur í Póllandi. „Það er verið að gefa það í skyn hér. Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur. Það er algerlega með ólíkindum að hlusta á þetta, einhver ömurlegasta tilraun sem ég hef bara hlustað á lengi til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við eitthvert hneykslismál út í Evrópu. Má ég biðja um að þetta sé aðeins á hærra plani?“ sagði Bjarni. „Ég held að hæstvirtur fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr rúminu. Þetta var einföld spurning,“ sagði Þorgerður og ítrekaði spurningu sína um hvort Bjarni hefði áhyggjur af stöðu kvenna og réttindaskerðingar þeirra í Póllandi. Bjarni svaraði því til að hann hefði áhyggjur af stöðunni. „Ég biðst forláts en það hefur ekkert með málið að gera hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í flokka samstarfi á vettvangi Evrópusamvinnu með einhverjum flokkum. Að það þýði að hann fylgi sömu stefnu og þeir í öllum málaflokknum. Þetta er bara ekki boðleg nálgun. Þetta er bara aum og ömurleg tilraun koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn út af einhverju máli sem er að gerast úti í Póllandi.“
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira