„Held að fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þorgerður Katrín spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af stöðu kvenna í Póllandi í ljósi dóms stjórnlagadómstóls landsins um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. „Ég geri mér vissulega grein fyrir því að þetta mál er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þorgerður og benti á að nokkrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpi heilbrigðisráðherra á síðasta ári. Þá sagði hún pólska stjórnarflokkinn Lög og réttlæti systurflokk Sjálfstæðisflokksins. „Er ráðherra á þeirri skoðun að konur eigi algerlega tilneyddar að ljúka meðgöngu þrátt fyrir að ljóst sé að barn muni ekki lifa?“ spurði Þorgerður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þvílíkur þvættingur“ Bjarni sagði með ólíkindum að halda því fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpinu vegna þess að þeir vildu taka upp gildandi reglur í Póllandi. „Það er verið að gefa það í skyn hér. Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur. Það er algerlega með ólíkindum að hlusta á þetta, einhver ömurlegasta tilraun sem ég hef bara hlustað á lengi til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við eitthvert hneykslismál út í Evrópu. Má ég biðja um að þetta sé aðeins á hærra plani?“ sagði Bjarni. „Ég held að hæstvirtur fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr rúminu. Þetta var einföld spurning,“ sagði Þorgerður og ítrekaði spurningu sína um hvort Bjarni hefði áhyggjur af stöðu kvenna og réttindaskerðingar þeirra í Póllandi. Bjarni svaraði því til að hann hefði áhyggjur af stöðunni. „Ég biðst forláts en það hefur ekkert með málið að gera hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í flokka samstarfi á vettvangi Evrópusamvinnu með einhverjum flokkum. Að það þýði að hann fylgi sömu stefnu og þeir í öllum málaflokknum. Þetta er bara ekki boðleg nálgun. Þetta er bara aum og ömurleg tilraun koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn út af einhverju máli sem er að gerast úti í Póllandi.“ Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Sjá meira
Til nokkuð harðra orðaskipta kom á milli Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þorgerður Katrín spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af stöðu kvenna í Póllandi í ljósi dóms stjórnlagadómstóls landsins um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. „Ég geri mér vissulega grein fyrir því að þetta mál er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þorgerður og benti á að nokkrir þingmenn flokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpi heilbrigðisráðherra á síðasta ári. Þá sagði hún pólska stjórnarflokkinn Lög og réttlæti systurflokk Sjálfstæðisflokksins. „Er ráðherra á þeirri skoðun að konur eigi algerlega tilneyddar að ljúka meðgöngu þrátt fyrir að ljóst sé að barn muni ekki lifa?“ spurði Þorgerður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Þvílíkur þvættingur“ Bjarni sagði með ólíkindum að halda því fram að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu greitt atkvæði gegn þungunarrofsfrumvarpinu vegna þess að þeir vildu taka upp gildandi reglur í Póllandi. „Það er verið að gefa það í skyn hér. Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur. Það er algerlega með ólíkindum að hlusta á þetta, einhver ömurlegasta tilraun sem ég hef bara hlustað á lengi til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við eitthvert hneykslismál út í Evrópu. Má ég biðja um að þetta sé aðeins á hærra plani?“ sagði Bjarni. „Ég held að hæstvirtur fjármálaráðherra hafi farið öfugu megin fram úr rúminu. Þetta var einföld spurning,“ sagði Þorgerður og ítrekaði spurningu sína um hvort Bjarni hefði áhyggjur af stöðu kvenna og réttindaskerðingar þeirra í Póllandi. Bjarni svaraði því til að hann hefði áhyggjur af stöðunni. „Ég biðst forláts en það hefur ekkert með málið að gera hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í flokka samstarfi á vettvangi Evrópusamvinnu með einhverjum flokkum. Að það þýði að hann fylgi sömu stefnu og þeir í öllum málaflokknum. Þetta er bara ekki boðleg nálgun. Þetta er bara aum og ömurleg tilraun koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn út af einhverju máli sem er að gerast úti í Póllandi.“
Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Sjá meira