Sýknaður af tilraun til manndráps í Þorlákshöfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2020 14:23 Maðurinn var handtekinn 4. nóvember 2018 og settur gæsluvarðhald í fjóra daga. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Ölfus Dómsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum.
Ölfus Dómsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira