Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Tinni Sveinsson skrifar 12. nóvember 2020 17:22 Hvernig er veðrið í Borgarnesi? er meðal spurninga sem hægt er að spyrja Emblu, appið sem skilur íslensku. Miðeind Fyrirtækið Miðeind sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt frá útgáfu appsins Emblu, sem gerir fólki kleift að tala íslensku við snjallsíma. „Embla er nýtt, ókeypis aðstoðar-app frá sprotafyrirtækinu Miðeind. Appið gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. Emblu má sækja í Apple App Store og Google Play Store og hún virkar á flestum snjallsímum,“ segir í tilkynningunni. Embla byggir meðal annars á tækni sem Miðeind hefur þróað undir hatti fimm ára máltækniáætlunar stjórnvalda og Almannaróms. Svarar spurningum Embla getur svarað ýmsum tegundum spurninga, svo sem um opnunartíma verslana, veður og veðurspá, fólk og mælieiningar. Til dæmis má spyrja hana: Hvað er opið lengi í Melabúðinni? Hvað er langt í jólin? Hver er Vigdís Finnbogadóttir? Hvað segir Wikipedia um granít? Hvernig er veðrið í Borgarnesi? Embla getur líka sagt hvað klukkan er, reiknað einföld stærðfræðidæmi, lesið upp fréttayfirlit og breytt upphæðum á milli gjaldmiðla. Hægt er að spyrja Emblu um ferðir Strætó en hún býr yfir rauntímaupplýsingum.Vísir/Vilhelm Veit allt um Strætó Í Emblu er ítarleg virkni fyrir Strætó, en notendur geta spurt hana hvar og hvenær strætisvagnar stoppa, hvaða stoppistöð sé næst og hvaða vagnar stoppi þar. Þá hefur hún rauntímaupplýsingar um ferðir vagna og getur sagt hvort strætó sé seinn eða á undan áætlun. „Engar auglýsingar eru í Emblu og farið er með gögn samkvæmt skýrri persónuverndarstefnu. Embla hefur verið í þróun hjá Miðeind undanfarið eitt og hálft ár. Miðeind sérhæfir sig í máltækni og gervigreind fyrir íslensku, en þar starfa nú átta manns,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmaður Miðeindar stjórnar ljósum á ímynduðu heimili með hjálp Emblu en það er virkni sem vonast er til þess að geta boðið notendum upp á í framtíðinni. Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Fyrirtækið Miðeind sendi í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt frá útgáfu appsins Emblu, sem gerir fólki kleift að tala íslensku við snjallsíma. „Embla er nýtt, ókeypis aðstoðar-app frá sprotafyrirtækinu Miðeind. Appið gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. Emblu má sækja í Apple App Store og Google Play Store og hún virkar á flestum snjallsímum,“ segir í tilkynningunni. Embla byggir meðal annars á tækni sem Miðeind hefur þróað undir hatti fimm ára máltækniáætlunar stjórnvalda og Almannaróms. Svarar spurningum Embla getur svarað ýmsum tegundum spurninga, svo sem um opnunartíma verslana, veður og veðurspá, fólk og mælieiningar. Til dæmis má spyrja hana: Hvað er opið lengi í Melabúðinni? Hvað er langt í jólin? Hver er Vigdís Finnbogadóttir? Hvað segir Wikipedia um granít? Hvernig er veðrið í Borgarnesi? Embla getur líka sagt hvað klukkan er, reiknað einföld stærðfræðidæmi, lesið upp fréttayfirlit og breytt upphæðum á milli gjaldmiðla. Hægt er að spyrja Emblu um ferðir Strætó en hún býr yfir rauntímaupplýsingum.Vísir/Vilhelm Veit allt um Strætó Í Emblu er ítarleg virkni fyrir Strætó, en notendur geta spurt hana hvar og hvenær strætisvagnar stoppa, hvaða stoppistöð sé næst og hvaða vagnar stoppi þar. Þá hefur hún rauntímaupplýsingar um ferðir vagna og getur sagt hvort strætó sé seinn eða á undan áætlun. „Engar auglýsingar eru í Emblu og farið er með gögn samkvæmt skýrri persónuverndarstefnu. Embla hefur verið í þróun hjá Miðeind undanfarið eitt og hálft ár. Miðeind sérhæfir sig í máltækni og gervigreind fyrir íslensku, en þar starfa nú átta manns,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem starfsmaður Miðeindar stjórnar ljósum á ímynduðu heimili með hjálp Emblu en það er virkni sem vonast er til þess að geta boðið notendum upp á í framtíðinni.
Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent