„Svo misboðið að ég næ varla utan um það“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:25 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Vísir/ArnarHalldórs Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um þingsályktunartillögu um þungunarrof á Alþingi í dag. Þingmanni Viðreisnar misbauð vegna ummæla í þingsal. Í tillögunni er lagt til að konur, sem eru með Evrópska sjúkratryggingakortið, og mega ekki undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir hvatti þingmenn til að taka afstöðu með kvenréttindum og gegn valdahyggju. „Og gegn yfirgangi karla yfir líkama kvenna; sem þær eiga sjálfar. Og ráða yfir sjálfar,“ sagði Rósa Björk á Alþingi í dag Tillagan gengin til velferðarnefndar Tillagan er nú gengin til velferðarnefndar og sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að hún þyrfti að fá skjóta afgreiðslu. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu.“ Hann sagði þetta aukna álag bætast við það sem fyrir sé á spítalanum. „Þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur. Vísað var til þess í umræðum í dag að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi er framkvæmt utan sjúkrahúss, eða með lyfjainntöku í heimahúsi. Farið var um víðan völl í löngum umræðum. „Það er fullyrt að allar konur, eins og mér skildist það eiginlega, fái létti við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því. Ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því,“ sagði Guðmundur Ingi Karlsson, þingmaður Flokks fólksins. Skeytingarleysi gagnvart réttindum kvenna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði einungis karlmenn hafa stigið fram og talað með „skeytingarleysi gagnvart virðingu og réttindum kvenna.“ „Mér er svo misboðið að ég næ varla utan um það,“ sagði Þorbjörg. „Við erum stödd í þingsal Alþingis árið 2020. Hlustandi á þessa umræðu finnst mér ástæða til að minna á það. Við eigum þetta samtal um réttindi kvenna í þingsal Alþingis og í landi sem stætir sig af árangri í jafnréttismálum,“ sagði Þorbjörg. Umræður dagsins væru sorglegar. „Sé einhver í vafa um hvort hér séum við að horfa upp á bakslag í jafnréttisbaráttunni, þegar þingmaður á eftir þingmanni kemur upp með þessar röksemdarfærslur sem ég heyri og við munum heyra meira af á eftir, þá hefur þeirri óvissu verið eytt hér á Alþingi í dag.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira