Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 10:25 Margir þekkja það að fólk hafi keyrt niður frá Reykjaveginum og tekið „skyldurúnt“ í leit að stæði sem næst líkamsræktarstöðinni. Þetta hefur skapað hættu fyrir umferð gangandi og hjólandi. Aðsend Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá. Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá.
Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira