Nemendur segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:49 Menntamálaráðherra segir vitað að nemendur séu að segja sig úr áföngum til að draga úr álagi í fjarkennslu. vísir/Vilhelm Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum. Sérstök umræðu um stöðu skólamála í kórónuveirufaraldrinum hefur farið fram á Alþingi í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir tölur ekki benda til þess að brotthvarf sé að aukast. „En við vitum það hins vegar að það sem nemendur hafa verið að gera, er að segja sig jafnvel úr einum og einum áfanga til að minnka álagið,“ sagði Lilja og bætti við að aðalatriðið væri að halda fólki í skóla, þrátt fyrir að það hægi mögulega á námsframvindu. „Við setjum allan metnað í það að setja framhaldsskólanema, um leið og aðstæður leyfa, í eins mikið staðnám og við mögulega getum.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, vísaði í félagslega einangrun ungmenna og spurði hvort stjórnvöld muni bæta sérstaklega við sálrænan stuðning fyrir námsmenn til að koma þeim í gegnum erfiðan tíma. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/VIlhelm „Þjóðhagslegur kostnaður við brottfall eins framhaldsskólanema er um 18 milljónir króna. Sé brottfallið hefðbundið er heildarkostnaðurinn við alla sem flosna upp úr námi um 23 milljarðar króna. En í dag getum við væntanlega áætlað að brottfallið verði talsvert meira en í hefðbundnu ári.“ Hann spurði jafnframt hvort kennarar ættu von á sérstakri álagsgreiðslu vegna faraldursins. Lilja svaraði því ekki beinlínis en sagði að stjórnvöld hafi aukið fjármagn til framhaldsskóla þannig að skólarnir eigi að hafa burði til að koma til móts við álag starfsfólks. Lilja segir áhersla lagða á að auka sálfræðiþjónustu. „Við höfum verið að gera samninga við fyrirtæki sem eru að bjóða upp á þjónustu á netinu og við erum að stuðla enn frekar að því að nemendur geti leitað til námsráðgjafa, til sálfræðinga og annarra sem geta stutt við bakið á þeim á þessum tímum.“ Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Menntamálaráðherra segir allt kapp lagt á að koma framhaldsskólanemum aftur í staðnám. Dæmi séu um að ungmenni segi sig úr áföngum til að draga úr álagi. Unnið sé að því að auka rafræna sálfræðiþjónustu fyrir nemendur í faraldrinum. Sérstök umræðu um stöðu skólamála í kórónuveirufaraldrinum hefur farið fram á Alþingi í morgun. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir tölur ekki benda til þess að brotthvarf sé að aukast. „En við vitum það hins vegar að það sem nemendur hafa verið að gera, er að segja sig jafnvel úr einum og einum áfanga til að minnka álagið,“ sagði Lilja og bætti við að aðalatriðið væri að halda fólki í skóla, þrátt fyrir að það hægi mögulega á námsframvindu. „Við setjum allan metnað í það að setja framhaldsskólanema, um leið og aðstæður leyfa, í eins mikið staðnám og við mögulega getum.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, vísaði í félagslega einangrun ungmenna og spurði hvort stjórnvöld muni bæta sérstaklega við sálrænan stuðning fyrir námsmenn til að koma þeim í gegnum erfiðan tíma. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.vísir/VIlhelm „Þjóðhagslegur kostnaður við brottfall eins framhaldsskólanema er um 18 milljónir króna. Sé brottfallið hefðbundið er heildarkostnaðurinn við alla sem flosna upp úr námi um 23 milljarðar króna. En í dag getum við væntanlega áætlað að brottfallið verði talsvert meira en í hefðbundnu ári.“ Hann spurði jafnframt hvort kennarar ættu von á sérstakri álagsgreiðslu vegna faraldursins. Lilja svaraði því ekki beinlínis en sagði að stjórnvöld hafi aukið fjármagn til framhaldsskóla þannig að skólarnir eigi að hafa burði til að koma til móts við álag starfsfólks. Lilja segir áhersla lagða á að auka sálfræðiþjónustu. „Við höfum verið að gera samninga við fyrirtæki sem eru að bjóða upp á þjónustu á netinu og við erum að stuðla enn frekar að því að nemendur geti leitað til námsráðgjafa, til sálfræðinga og annarra sem geta stutt við bakið á þeim á þessum tímum.“
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira