Landsmenn komast loksins í klippingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 12:44 Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina. Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Landsmenn munu loksins komast í klippingu í næstu viku þegar breyttar kórónuveirutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra boðaði nú í hádeginu taka gildi. Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. Starfsemi einyrkja, til að mynda hársnyrtistofa, nuddara og snyrtistofa, verður heimil á ný frá og með 18. nóvember næstkomandi þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar taka gildi. Áfram verður hins vegar tíu manna samkomubann og tveggja metra regla í gildi. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina var nýbúin að fá veður af breyttum takmörkunum þegar Vísir náði tali af henni skömmu eftir hádegi. „Ég fagna þessu alveg svakalega og alveg frábært að fá að vita þetta núna í dag þannig að fólk geti farið að skipuleggja sig eftir fjöldatakmörkunum, það verður eitthvað púsluspil,“ segir Lilja. Hún var ekki jafnupplitsdjörf í viðtali við Morgunblaðið í morgun, hvar hún lýsti því að allt væri í lausu lofti hjá hársnyrtum. Tekjufallið algjört og ekkert fast í hendi um mögulegar opnanir. Fólk væri ekki bjartsýnt. Þannig má ætla að fréttir dagsins séu óvænt ánægja. „Algjörlega!“ segir Lilja. „Ég var nú bjartsýn á þriðjudaginn en Mbl hitti einhvern veginn akkúrat svona á mig. Það var erfitt að lesa í ástandið, hvaða lína yrði tekin. En það er bara partí hjá okkur núna, allir rosalega glaðir að geta farið að opna.“ Hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar í rúman mánuð, eða frá 7. október, og á öllu landinu frá 20. október. Lilja segir þennan langa tíma hafa verið hársnyrtum þungbær. „En þetta er bara frábært, ég veit að bransinn mun leggja sig fram við að halda sóttvörnum í lagi, tipla á tánum.“ En má ekki búast við að verði brjálað að gera? „Jú, það er byrjaður að koma jólahugur í fólk. Törnin er að byrja og ég veit að það eru langir biðlistar. Nú reikna ég bara með að fólk byrji að hringja út í sína viðskiptavini, það eru allir mættir við símann og byrjaðir að plana, ekki bara mál viðskiptavina heldur líka starfsmanna. Það er gefið mál að það geta ekki allir verið inni í einu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir „Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
„Flestir geri ráð fyrir erfiðum vetri“ Þótt kórónufaraldurinn hafi vissulega lamað íslenskt atvinnulíf eru margir að stækka við sig og bera sig vel í framleiðslu og sölu. Viðmælendur spá þó þungum vetri. 30. september 2020 09:02
Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25
Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19 24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. 13. nóvember 2020 11:50