Kári heilt yfir sáttur við næstu aðgerðir: „Þurfum að hlúa að þessu litla fólki“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2020 13:04 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er heilt yfir sáttur við þær reglur um sóttvarnir sem taka gildi næsta þriðjudag. Hann er sérlega sáttur við að heyra að reynt sé að færa líf barna í eðlilegra horf en hefði sjálfur sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Reglurnar taka gildi frá og með 18. nóvember en starfsemi einyrkja verður heimiluð á ný, það er starfsemi til dæmis hárgreiðslustofa, nuddara og snyrtistofa. Íþróttastarf barna, með og án snertingar, verður leyft en að auki verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi 25 manna hámark með tveggja metra reglu sem hingað til hefur aðeins verið í boði fyrir fyrsta árs nema. Reglurnar gilda til 2. desember. Kári segist ánægður að heyra að samkomur verði áfram takmarkaðar við tíu manns og að haldið sé í tveggja metra regluna. Hann segist smeykur að heyra að íþróttir barna verði leyfðar en að hann hafi fullan skilning á þeirri ákvörðun að reyna að færa líf barna í eðlilegra horf. „Ég sé það á barnabörnum mínum og vinum þeirra hvað það er erfitt fyrir þau að komast ekki í skólann. Það er ansi íþyngjandi og við þurfum að hlúa að þessu litla fólki. Þetta er gott, og vonandi erum við að hreyfast í rétta átt, en þá verða menn að bregðast hratt við ef eitthvað kemur upp í þessum skólum. Það þýðir ekki að bíða í nokkra daga til að meta til hvaða aðgerða eigi að grípa,“ segir Kári. Sjálfur hefði hann sleppt því að leyfa starfsemi einyrkja. „Það er frekar úr takti. En það er mikilvægt að koma börnum í íþróttir. Það verður hins vegar að gera það á varkáran hátt því börnin koma úr allskonar áttum í íþróttaæfingar sem geta reynst miðstöð fyrir veiru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44 Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30 Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Landsmenn komast loksins í klippingu Formaður Félags hársnyrtisveina fagnar því að hársnyrtifólk geti hafið störf á ný og væntir þess að brjálað verði að gera næstu vikurnar. 13. nóvember 2020 12:44
Íþróttastarf barna verður heimilað á ný Börn mega aftur stunda íþróttir, með eða án snertingar, frá og með 18. nóvember. 13. nóvember 2020 12:30
Þrjár grundvallarbreytingar á takmörkunum í næstu viku Gerðar verða þrjár grundvallarbreytingar á samkomutakmörkunum þann 18. nóvember næstkomandi. 13. nóvember 2020 12:04