Nýtt sjúkrahús á Keldum Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:10 Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið aukinn þungi í umræðu um að reisa eigi nýtt sjúkrahús á besta stað. Í dag lagði ég fram tillögu þess efnis að fela heilbrigðisráðherra að hefja undirbúning að framtíðaruppbyggingu þjóðarsjúkrahúss á Keldum í Reykjavík. Fyrir því eru nokkrar ástæður en einna helst má taka til þeirrar staðreyndar að núverandi staðsetning Landspítala við Hringbraut er ekki annað en skipulagsslys, ekkert þeirra umferðar- og skipulagsúrræða sem þar er reiknað með er í gildi núna. Aðgengi að sjúkrahúsinu er óviðunandi, sérstaklega vegna bráðatilvika. Einnig er nauðsynlegt að nefna að ekki er gert ráð fyrir að í núverandi viðbyggingu við Hringbraut verði ný geðdeild, heldur á að lagfæra það húsnæði sem fyrir er. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra ætlað að leggja fram þarfa- og kostnaðargreiningu, m.a. með tilliti til gæða-, samgöngu-, umferðar- og öryggismála, og hafi samráð við fagaðila við vinnslu hennar. Að þessu sögðu er mikilvægt að hafa í huga að núverandi staðsetning þjóðarsjúkrahússins mun ekki geta sinnt sínu hlutverki svo vel sé vegna staðsetningar og sérstaklega vegna þess að Hringbraut er ekki lengur miðja höfuðborgarsvæðisins þó sú staðsetning hafi þótt hentug fyrir einhverjum árum síðan en þessi tillaga sem nú er um að ræða kveður á um að samhliða undirbúningi á framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarsjúkrahúss verði kannaður fýsileiki þess að nýta byggingar við Hringbraut undir umdæmissjúkrahús eða hérðassjúkrahús, jafnvel mætti nýta húsnæðið undir heimili fyrir aldraða. Á árunum 2001 – 2008 voru skrifaðar nokkrar álitsgerðir af íslenskum og erlendum aðilum og í flestum þeirra var komist að þeirri niðurstöðu að best væri að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunni á nýjum stað. Sérfræðingarnir sem sömdu álitin töldu hins vegar að ef ekki væri hægt að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni á nýjum stað væri best að byggja við sjúkrahúsið í Fossvogi eða við gamla Landspítalann við Hringbraut, semsagt valinn var næst besti eða þriðji bestu kosturinn til uppbyggingar og niðurstaðan, að byggja við Landspítalann við Hringbraut, var byggð á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001–2024 en allar forsendur skipulagsins virðast brostnar og það verður ekki litið framhjá því að aðgengi að Hringbraut getur skapað óöryggi hjá þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda. Auk þessara álitsgerða var gefin út skýrsla sem unnin var af Háskólanum á Bifröst og Rannsóknastofnun atvinnulífsins fyrir Samtök atvinnulífsins, þessi skýrsla kom fram í nóvember 2015 og þar kom fram, m.a. fram að Hringbraut hentaði ekki sem framtíðarstaðsetning þjóðarsjúkrahúss og að fjárhagslegur ávinningur annarrar staðsetningar væri töluverður. Á þessi sjónarmið hafa stjórnvöld ekki hlustað, þau hlustuðu heldur ekki á Samtökin um betri spítala á betri stað þegar þau gáfu út skýrslu sama ár sem tók til að hagkvæmast væri að reisa nýjan spítala á öðrum stað og sérstaklega var tekið til þess að búsetumiðja höfuðborgarsvæðisins skipti máli ásamt aðgengi að meginumferðaræðum. Atburðir síðustu misserin hafa auk þess kallað á endurskoðun þess efnis að hafa bæði 2. stigs þjónustu og 3. stigs þjónustu á sama stað með tilheyrandi truflun á gangverkinu. Staðsetning sjúkrahússins snýst því ekki aðeins um skipulag og byggingar, sjúkrahús snúast líka um tilfinningar, líf og dauða, gleði og sorg og þess vegna er mikilvægt að vandað verði til verka. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun