Hamrén hættir með íslenska landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2020 09:36 Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi íslenska landsliðsins á Parken í morgun. Ísland mætir Dönum í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hér að neðan má sjá blaðamannafund Íslands í heild sinni. „Þegar ég fékk tilboðið um að gerast landsliðsþjálfari Íslands, þá ákvað ég að taka starfinu því ég hafði sterka trú á því að við gætum komist á EM í fótbolta,“ sagði Hamrén á blaðamannafundinum. Hann bætti því við að það hefði verið hans eigin ákvörðun að hætta með íslenska landsliðið. „Ég komst tvívegis á EM með sænska landsliðið og það var markmiðið mitt að komast þangað einu sinni enn með Íslandi. Svo ætlaði ég að leyfa öðrum að taka við.“ Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilskeppninni fyrir EM 2020 í fyrrakvöld á grátlegan máta. Lokatölur leiksins voru 2-1 eftir að Ungverjar skoruðu tvívegis á lokamínútum leiksins. Þar með var draumur Íslands um að komast á sitt þriðja stórmót í röð úr sögunni. „Við vorum mjög nálægt því. Við náðum þriðja sæti í riðlinum í undankeppninni og árangur okkar í henni hefði dugað til að komast á EM samkvæmt reglunum. Svo komumst við í úrslit umspilsins og vorum þar fimm mínútum frá þessu. En svona er þetta.“ Hamrén er 63 ára Svíi sem tók við íslenska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni haustið 2018. Ísland hafði þá komist á tvö stórmót í röð, EM 2016 undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis og svo HM 2018 undir stjórn Heimis. Undir stjórn Hamrén náði Ísland þriðja sætinu í sterkum riðli undankeppni EM 2020 en hann bíður enn eftir fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni. Hans síðustu tveir leikir með Íslandi verða í Þjóðadeildinni, gegn Danmörku ytra á morgun og Englandi á Wembley á miðvikudag. Hann sagðist vilja þakka mörgum og kveðja, sérstaklega leikmenn og marga úr starfsliði landsliðsins, en þar sem enn væru tveir leikir eftir af þjálfaratíð hans vildi hann ekki gera það núna. „Við einbeitum okkur að þessum tveimur leikjum. Ég vil að við gerum allt sem við getum til að vinna þessa leiki.“ Hann vildi ekki gera upp tíma sinn með íslenska landsliðinu í mörgum orðum á þessum tímapunkti þegar Vísir spurði hann út í hver væri hann gleðilegasta stund með landsliðinu, sem og hvort hann sæi eftir einhverju. „Ég ætla að bíða með að svara þessari spurningu þangað til að Englandsleiknum loknum. Ég sé ekki eftir neinu en á morgun ætla ég að vinna Dani á Parken og ef það tekst þá verður það ein af stærstu gleðistundum mínum með íslenska landsliðinu.“ Klippa: Hamrén tilkynnir að hann sé hættur Leikur Danmerkur og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.45 annað kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira