Skiptir þverun Grunnafjarðar máli? Guðjón S. Brjánsson skrifar 15. nóvember 2020 13:27 Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Akranes Borgarbyggð Samgöngur Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun