Leikur Noregs og Rúmeníu í Þjóðadeildinni í knattspyrnu hefur verið aflýst en hann átti að fara fram í kvöld.
Eftir að Omar Elabdellaoui – fyrirliði norska landsliðsins – greindist með kórónuveiruna á föstudaginn, 13.nóvember. Í kjölfarið voru lærisveinar Lars Lagerbäck settir í sóttkví.
Heilbrigðisyfirvöld Noregs gáfu liðinu ekki leyfi til að ferðast til Rúmeníu þar sem leikur liðanna hefði átt að fara fram í kvöld.
Norska knattspyrnusambandið hafði gefið liðinu leyfi til að ferðast til Rúmeníu en heilbrigðisyfirvöld tóku fyrir það. Terje Svendsen, forseti norska sambandsins sagði í yfirlýsingu að sambandið gæti ekki sett sig upp á móti ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Sem stendur fer leikurinn ekki fram sem þýðir að Rúmeníu verður dæmdur 3-0 sigur í leiknum. Þá gæti norska sambandið fengið sekt fyrir að mæta ekki til leiks.