Skilur ekki af hverju allir eru að vorkenna Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 08:30 Jürgen Klopp áttar sig hér á alvarleika meiðsla Virgil van Dijk þegar hollenski miðvörðurinn haltrar framhjá honum og af velli í leiknum á móti Everton. Getty/Andrew Powell Stuðningsmaður Leicester City er orðinn hundleiður á því að hlusta á vælið um að Liverpool sé í svo miklum meiðslavandræðum. Önnur lið hafa sömu sögu að segja. Mikið hefur verið skrifað um langan meiðslalista hjá Liverpool en liðið mun líklega tefla fram hálfgerðu varaliði á móti Leicester City í næsta leik. Öll varnarlínan er á meiðslalistanum og liðið hefur einnig verið að missa menn í einangrun vegna COVID-19 smita. Liverpool hefur misst út hvern lykilmanninn á fætur öðrum en umræðan um óheppni Liverpool fer í taugarnar á sumum. Breska ríkisútvarpið ræddi við einn stuðningsmann Leicester í útvarpsþættinum BBV 5 Live í gær. „Ég er orðinn hundleiður á því að allir eru að tala um þessi meiðsli hjá Liverpool-liðinu. Hér er ein spurning. Ef Sheffield United eða Aston Villa væru í sömu meiðslavandræðum væri þá svona mikil umræða,“ spyr þessi ónefndi stuðningsmaður Leicester City. „Ég sjálfur held að svo væri ekki en af því að þetta er Liverpool þá eru allir að vorkenna þeim. Fyrirgefið mér en við erum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og okkar vantar fimm lykilleikmenn,“ sagði stuðningsmaðurinn. „Ricardo hefur verið frá keppni síðan í mars, Ndidi hefur ekki spilað síðan í lok september, (Jonny) Evans er mikið inn og út vegna meiðsla, (Caglar) Söyüncü er meiddur og (Timothy) Castagne er meiddur. Það er líka ekki langt síðan að Daniel Amartey kom til baka. Samt er enginn að tala um að Leicester sé að glíma við öll þessi meiðsli,“ sagði stuðningsmaðurinn. Það er síðan hægt að bera þessa leikmenn við þá leikmenn sem Liverpool hefur misst út og menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sér rétt hjá honum. „Ég skil ekki af hverju allir eru núna að vorkenna Liverpool. Það lenda öll lið í meiðslum,“ sagði þessi stuðningsmaður Leicester City en það má heyra allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira
Stuðningsmaður Leicester City er orðinn hundleiður á því að hlusta á vælið um að Liverpool sé í svo miklum meiðslavandræðum. Önnur lið hafa sömu sögu að segja. Mikið hefur verið skrifað um langan meiðslalista hjá Liverpool en liðið mun líklega tefla fram hálfgerðu varaliði á móti Leicester City í næsta leik. Öll varnarlínan er á meiðslalistanum og liðið hefur einnig verið að missa menn í einangrun vegna COVID-19 smita. Liverpool hefur misst út hvern lykilmanninn á fætur öðrum en umræðan um óheppni Liverpool fer í taugarnar á sumum. Breska ríkisútvarpið ræddi við einn stuðningsmann Leicester í útvarpsþættinum BBV 5 Live í gær. „Ég er orðinn hundleiður á því að allir eru að tala um þessi meiðsli hjá Liverpool-liðinu. Hér er ein spurning. Ef Sheffield United eða Aston Villa væru í sömu meiðslavandræðum væri þá svona mikil umræða,“ spyr þessi ónefndi stuðningsmaður Leicester City. „Ég sjálfur held að svo væri ekki en af því að þetta er Liverpool þá eru allir að vorkenna þeim. Fyrirgefið mér en við erum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og okkar vantar fimm lykilleikmenn,“ sagði stuðningsmaðurinn. „Ricardo hefur verið frá keppni síðan í mars, Ndidi hefur ekki spilað síðan í lok september, (Jonny) Evans er mikið inn og út vegna meiðsla, (Caglar) Söyüncü er meiddur og (Timothy) Castagne er meiddur. Það er líka ekki langt síðan að Daniel Amartey kom til baka. Samt er enginn að tala um að Leicester sé að glíma við öll þessi meiðsli,“ sagði stuðningsmaðurinn. Það er síðan hægt að bera þessa leikmenn við þá leikmenn sem Liverpool hefur misst út og menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sér rétt hjá honum. „Ég skil ekki af hverju allir eru núna að vorkenna Liverpool. Það lenda öll lið í meiðslum,“ sagði þessi stuðningsmaður Leicester City en það má heyra allt spjallið við hann hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Sjá meira