Hamrén hló að spurningunni um Álaborg Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 19:31 Erik Hamrén á hliðarlínunni á Parken í gærkvöld á sínum næstsíðasta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Lars Ronbog Erik Hamrén, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, gæti verið að taka við danska úrvalsdeildarfélaginu AaB þegar hann lætur af störfum fyrir KSÍ. Hamrén hló þegar hann var spurður hvort hann tæki við AaB, eftir 2-1 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í gærkvöld: „Það hefur allt sinn tíma. Ég veit ekki hvað ég geri. Ég er ekki með neitt í gangi núna og hef ekki verið í sambandi við neitt félag. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni,“ sagði Hamrén sem var þá spurður hvort að hann útilokaði að taka við AaB. „Haha, við sjáum hvað gerist,“ svaraði Hamrén. Hamrén tilkynnti um helgina að hans síðasti leikur sem þjálfari Íslands yrði gegn Englandi á miðvikudaginn. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018. Þessi 63 ára gamli Svíi er nú orðaður við AaB í Álaborg en þar var hann við stjórnvölinn á árunum 2004-2008. Liðið varð Danmerkurmeistari á lokaárinu, og Hamrén fór svo til Rosenborg þar sem hann varð norskur meistari áður en hann sneri sér að þjálfun sænska landsliðsins. AaB er í þjálfaraleit eftir að Jacob Friis hætti vegna veikinda dóttur sinnar. Inge André Olsen, íþróttastjóri AaB, viðurkenndi í samtali við bold.dk um helgina að Hamrén væri í miklum metum í Álaborg en vildi ekkert segja til um hvort hann kæmi til greina sem næsti þjálfari liðsins. AaB er í 6. sæti af liðunum 12 í dönsku úrvalsdeildinni, eftir átta umferðir. Þjóðadeild UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Erik Hamrén, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, gæti verið að taka við danska úrvalsdeildarfélaginu AaB þegar hann lætur af störfum fyrir KSÍ. Hamrén hló þegar hann var spurður hvort hann tæki við AaB, eftir 2-1 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í gærkvöld: „Það hefur allt sinn tíma. Ég veit ekki hvað ég geri. Ég er ekki með neitt í gangi núna og hef ekki verið í sambandi við neitt félag. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni,“ sagði Hamrén sem var þá spurður hvort að hann útilokaði að taka við AaB. „Haha, við sjáum hvað gerist,“ svaraði Hamrén. Hamrén tilkynnti um helgina að hans síðasti leikur sem þjálfari Íslands yrði gegn Englandi á miðvikudaginn. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2018. Þessi 63 ára gamli Svíi er nú orðaður við AaB í Álaborg en þar var hann við stjórnvölinn á árunum 2004-2008. Liðið varð Danmerkurmeistari á lokaárinu, og Hamrén fór svo til Rosenborg þar sem hann varð norskur meistari áður en hann sneri sér að þjálfun sænska landsliðsins. AaB er í þjálfaraleit eftir að Jacob Friis hætti vegna veikinda dóttur sinnar. Inge André Olsen, íþróttastjóri AaB, viðurkenndi í samtali við bold.dk um helgina að Hamrén væri í miklum metum í Álaborg en vildi ekkert segja til um hvort hann kæmi til greina sem næsti þjálfari liðsins. AaB er í 6. sæti af liðunum 12 í dönsku úrvalsdeildinni, eftir átta umferðir.
Þjóðadeild UEFA Danski boltinn Tengdar fréttir Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36 Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Hamrén hættir með íslenska landsliðið Erik Hamrén hefur ákveðið að hætta þjálfun íslenska landsliðsins eftir að núverandi landsleikjatörn lýkur. 14. nóvember 2020 09:36
Fyrirliðinn fór fögrum orðum um Hamrén sem hættir að loknum leiknum gegn Englandi Aron Einar Gunnarsson fór fögrum orðum um Erik Hamrén, landsliðsþjálfara Íslands, og þakkaði honum fyrir vel unnin störf við erfiðar aðstæður. 14. nóvember 2020 10:15