„Verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 12:30 Þuríður Blær hefur verið að sanna sig sem ein allra besta leikkona landsins undanfarin ár. Vísir/vilhelm Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu. Einkalífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu.
Einkalífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira