Lagði inn milljónir eða skipti þeim í evrur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 07:01 Alls voru keyptar evrur fyrir rúmlega tuttugu milljónir króna. Unsplash/Lena Balk Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna. Dómsmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna.
Dómsmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira