Selja olíuvinnsluleyfi á verndarsvæði á lokadögum Trump sem forseta Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2020 16:20 Trump forseti tekur í hönd Don Young, öldungadeildarþingmanns frá Alaska, til að fagna því að þeir opnuðu friðland í Alaska fyrir olíu- og gasvinnslu árið 2017. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. Trump forseti hefur lengi haft hug á að leyfa jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum að hefja vinnslu á Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska. Það er ein stærstu ósnortnu víðerni Bandaríkjanna, um átta milljón hektarar lands. Leyfin sem nú verða seld ná til um 600.000 hektara lands við Norður-Íshafsströnd Alaska. Landnýtingarstofnun Bandaríkjanna auglýsti í dag eftir umsóknum frá olíu- og gasfyrirtækjum um leyfi fyrir leit á svæðum sem þau telja henta til leitar og vinnslu, að sögn New York Times. Sala á fyrstu leyfunum gæti í fyrsta lagi átt sér stað í kringum 17. janúar, aðeins þremur dögum áður en Joe Biden, verðandi forseti, tekur við embætti. Líklegt er talið að stofnunin líti fram hjá umsögnum sem berast og opni allt svæðið fyrir leit- og vinnslu þegar í stað. Vanalega hefur það tekið mánuði að fara yfir umsagnir og tilgreina hvaða svæði skulu seld undir olíu- eða gasvinnslu. Verði leyfin seld gæti ríkisstjórn Biden tekið söluna til endurskoðunar. Að henni lokinni gæti hún kosið að draga leyfin til baka. Frá Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska, einum stærstu ósnortnu víðernum sem eftir eru í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Trump og repúblikanar á Bandaríkjaþingi afnámu friðun á strandlengju verndarsvæðisins árið 2017. Talið er að milljónir tunna af olíu geti verið að finna á svæðinu. Engu að síður er óljóst hversu mikil áhugi er á svæðinu hjá fyrirtækjum í iðnaðinum. Minnst tíu ár gæti tekið að hefja olíuvinnslu en þá er búist við því að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti hafa dregist saman vegna aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hagsmunasamtök olíufyrirtækja fögnuðu engu að síður ákvörðun Trump-stjórnarinnar um að byrja söluferlið. Það muni skapa vel borguð störf í Alaska. Donald Trump Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, ætlar að byrja að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska þrátt fyrir að nú séu aðeins um tveir mánuðir þar til ný ríkisstjórn tekur við völdum. Leyfin opna stórt svæði við Norður-Íshafið fyrir olíu- og gasvinnslu. Trump forseti hefur lengi haft hug á að leyfa jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum að hefja vinnslu á Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska. Það er ein stærstu ósnortnu víðerni Bandaríkjanna, um átta milljón hektarar lands. Leyfin sem nú verða seld ná til um 600.000 hektara lands við Norður-Íshafsströnd Alaska. Landnýtingarstofnun Bandaríkjanna auglýsti í dag eftir umsóknum frá olíu- og gasfyrirtækjum um leyfi fyrir leit á svæðum sem þau telja henta til leitar og vinnslu, að sögn New York Times. Sala á fyrstu leyfunum gæti í fyrsta lagi átt sér stað í kringum 17. janúar, aðeins þremur dögum áður en Joe Biden, verðandi forseti, tekur við embætti. Líklegt er talið að stofnunin líti fram hjá umsögnum sem berast og opni allt svæðið fyrir leit- og vinnslu þegar í stað. Vanalega hefur það tekið mánuði að fara yfir umsagnir og tilgreina hvaða svæði skulu seld undir olíu- eða gasvinnslu. Verði leyfin seld gæti ríkisstjórn Biden tekið söluna til endurskoðunar. Að henni lokinni gæti hún kosið að draga leyfin til baka. Frá Norðurskautsdýraverndarsvæðinu í Alaska, einum stærstu ósnortnu víðernum sem eftir eru í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Trump og repúblikanar á Bandaríkjaþingi afnámu friðun á strandlengju verndarsvæðisins árið 2017. Talið er að milljónir tunna af olíu geti verið að finna á svæðinu. Engu að síður er óljóst hversu mikil áhugi er á svæðinu hjá fyrirtækjum í iðnaðinum. Minnst tíu ár gæti tekið að hefja olíuvinnslu en þá er búist við því að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti hafa dregist saman vegna aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hagsmunasamtök olíufyrirtækja fögnuðu engu að síður ákvörðun Trump-stjórnarinnar um að byrja söluferlið. Það muni skapa vel borguð störf í Alaska.
Donald Trump Bandaríkin Norðurslóðir Loftslagsmál Bensín og olía Tengdar fréttir Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Afneitarar settir yfir loftslagsskýrslu á lokametrum Trump-stjórnarinnar Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta. 17. nóvember 2020 11:01