OECD rassskellir Isavia Þórir Garðarsson skrifar 18. nóvember 2020 11:00 Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar