Uppsagnir og breytingar á fréttastofu RÚV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 13:16 Tilkynnt var um breytingarnar í skeyti fréttastjóra í gær. Vísir/Vilhelm Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Nokkrum starfsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins hefur verið sagt upp störfum og verið er að gera breytingar innanhúss þar sem fólk er fært í ný verkefni og stöður þeirra lagðar niður. Samkvæmt heimildum fréttastofu sendi Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri skeyti til starfsmanna í gær og upplýsti um um væri að ræða níu stöðugildi sem tækju breytingum. Ekki voru nefnd nöfn þeirra sem missa vinnuna en þau munu vera nokkuð færri en níu. Fréttastofa hefur árangurslaust reynt að ná tali af Rakel og Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra vegna þessara tíðinda. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, er í fæðingarorlofi og sinnir Stefán starfi hennar samhliða á meðan. Fækkar um einn á Akureyri Jóhann Hlíðar Harðarson, reynslumikill fréttamaður Ríkisútvarpsins til margra ára og þar áður á fréttastofu Stöðvar 2, er meðal þeirra sem sagt var upp. Hann staðfestir uppsögnina í samtali við Vísi. Hann var í launalausu ársleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp í gær. Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri. Þá hefur fréttastofan sagt upp fréttamanni úr teymi sínu á Akureyri. Þar voru þangað til í gær þrír fréttamenn og einn myndatökumaður. Þar eru nú tveir fréttamenn og einn tökumaður við störf. Auk þessa hefur fólk verið fært til í Efstaleiti. Þannig stendur til að færa kvikmyndatökumann sem hefur einbeitt sér að vinnu við fréttaskýringaþáttinn Kveik á almennar fréttavaktir. Þá mun hafa verið fækkað um einn í daglega útvarpsþættinum Speglinum. Starfshlutfall einhverra starfsmanna mun verða lækkað, í flestum tilfellum hjá eldra og reyndara starfsfólki. Vanti 600 milljónir Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur sagt vanta um 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári. Ástæðan sé minni auglýsingatekjur sem reiknað er með að dragist saman um 300 milljónir á árinu, verðlagshækkanir meðal annars vegna nýrra kjarasamninga og beinn aukinn kostnaður fyrirtækisins vegna hlutverks RÚV í Covid-19 faraldrinum. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hann nemi um 80 milljónum króna. Stefán sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu á dögunum að í vor/sumar hafi viðbótarkostnaðurinn verið kominn upp í 50 milljónir. Síðan hafi bæst við og geri áfram út árið. „Þarna á meðal eru atriði sem við fórum í beint í vor skv. beiðni almannavarna (gerð stuttra fræðslumyndbanda í vor um handþvott, sóttkví o.fl.), dagskrárgerð frá því í vor þegar takmarkanir voru á skólahaldi í grunnskólum (heimavist, núttstilling) og í tengslum við það uppsetning á menntaRÚV.is sem við unnum m.a. í samvinnu við Menntamálastofnun og menntamálaráðuneytið.“ Stefán nefnir fleira sambærilegt. „Viðburðir sem voru fluttir yfir í sjónvarp vegna ástandsins, þ.e. sá kostnaður sem lenti á okkur. Síðan ýmis kostnaður við hreinlætisvörur og aðrar slíkar rekstrarvörur, kostnaður við að skerma af sóttvarnarsvæði og kostnaður við breytingar á vaktafyrirkomulagi á fréttastofu vegna sóttvarnarráðstafana, þar sem við skiptum starfshópnum upp í hópa sem sköruðust aldrei vegna gildandi samkomutakmarkana og samkvæmt okkar viðbúnaðaráætlun. Kostnaður við viðbótar táknmálstúlkun og slíkt.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira