Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 13:28 Frá Egilsstöðum. Vísir/getty Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59