„Ekki að leita að sökudólgum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 15:46 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar, hefur lagt til að forsætisráðuneytinu verði falið að hefja rannsókn á Arnarholtsmálinu og fleiri sambærilegum stofnunum. Ólafur greindi frá þessu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og segist í samtali við fréttastofu telja að koma þurfi málinu strax í farveg. „Þannig að það leiki enginn vafi á því að við ætlum að skoða þetta og ég held að forsætisráðuneytið sé lang best til þess fallið.“ Líkt og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hefur farið fram umræða innan nefndarinnar um áskoranir Geðhjálpar og Þroskahjálpar um rannsókn á málinu. Samtökin hafa farið fram á að rannsóknin nái til aðbúnaðar á heimilum fyrir fólk með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Til skoðunar hefur verið að velferðarnefnd leggi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Helga Vala segir að á fundi velferðarnefndar í morgun hafi komið fram að einhugur sé um að ráðist verði í einhvers konar rannsókn. Hún telur hins vegar mikilvægt að málið heyri undir rannsóknarnefnd en ekki forsætisráðuneytið vegna skýrra lagaheimilda sem nefndin hafi. „Heimildir sem varða réttarstöðu þeira sem eru kallaðar fyrir nefndina og um vernd uppljóstrara. Þetta skiptir mjög miklu máli þegar um er að ræða rannsókn á svona viðkvæmum málum. Við erum að tala um aðbúnað og umönnun fólks sem var lokað inni, sem var vistað af hálfu hins opinbera. Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki að þvæla einhverri flokkspólitík inn í það eða að framkvæmdavaldið sé að hlutast til um hvað má rannsaka og hvað ekki,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm „Erum að leita að sannleikanum“ Hún telur að nefndin geti þó rætt sig niður á farsæla niðurstöðu og segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi á mánudag. Ólafur Þór segir forsætisráðuneytið búa að góðri reynslu eftir sambærileg mál, og vísar í úttektir á aðstæðum fólks sem dvaldi í Breiðavík eða á Kópavogshæli. Hann telur málið ekki þess eðlis að eiga heyra undir rannsóknarnefnd. „Við erum ekki að finna sökudólga eða hefja dómsmál í kjölfarið. Við erum að leita að sannleikanum og ég held að það hafi sýnt sig að að forsætisráðuneytið sé mjög hæft til þeirra verka,“ segir Ólafur. Alþingi Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Formann og varaformann velferðarnefndar Alþingis greinir á um hvernig eigi að framkvæma úttekt á Arnarholti og sambærilegum heimilum. Nefndin er þó einhuga um að rannsaka þurfi málið. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar, hefur lagt til að forsætisráðuneytinu verði falið að hefja rannsókn á Arnarholtsmálinu og fleiri sambærilegum stofnunum. Ólafur greindi frá þessu í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag og segist í samtali við fréttastofu telja að koma þurfi málinu strax í farveg. „Þannig að það leiki enginn vafi á því að við ætlum að skoða þetta og ég held að forsætisráðuneytið sé lang best til þess fallið.“ Líkt og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar greindi frá í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hefur farið fram umræða innan nefndarinnar um áskoranir Geðhjálpar og Þroskahjálpar um rannsókn á málinu. Samtökin hafa farið fram á að rannsóknin nái til aðbúnaðar á heimilum fyrir fólk með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Til skoðunar hefur verið að velferðarnefnd leggi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. Helga Vala segir að á fundi velferðarnefndar í morgun hafi komið fram að einhugur sé um að ráðist verði í einhvers konar rannsókn. Hún telur hins vegar mikilvægt að málið heyri undir rannsóknarnefnd en ekki forsætisráðuneytið vegna skýrra lagaheimilda sem nefndin hafi. „Heimildir sem varða réttarstöðu þeira sem eru kallaðar fyrir nefndina og um vernd uppljóstrara. Þetta skiptir mjög miklu máli þegar um er að ræða rannsókn á svona viðkvæmum málum. Við erum að tala um aðbúnað og umönnun fólks sem var lokað inni, sem var vistað af hálfu hins opinbera. Það skiptir svo miklu máli að við séum ekki að þvæla einhverri flokkspólitík inn í það eða að framkvæmdavaldið sé að hlutast til um hvað má rannsaka og hvað ekki,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm „Erum að leita að sannleikanum“ Hún telur að nefndin geti þó rætt sig niður á farsæla niðurstöðu og segir að málið verði tekið fyrir á næsta fundi á mánudag. Ólafur Þór segir forsætisráðuneytið búa að góðri reynslu eftir sambærileg mál, og vísar í úttektir á aðstæðum fólks sem dvaldi í Breiðavík eða á Kópavogshæli. Hann telur málið ekki þess eðlis að eiga heyra undir rannsóknarnefnd. „Við erum ekki að finna sökudólga eða hefja dómsmál í kjölfarið. Við erum að leita að sannleikanum og ég held að það hafi sýnt sig að að forsætisráðuneytið sé mjög hæft til þeirra verka,“ segir Ólafur.
Alþingi Félagsmál Reykjavík Vistheimili Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira