Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun falla niður um sjö sæti á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út í næstu viku.
Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur reiknað út stöðu karlalandsliðanna á næsta styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út eftir nákvæmlega eina viku.
Töpin þrjú hjá íslenska landsliðinu í þessum landsleikjaglugga þýða að íslenska liðið mun falla niður um sjö sætu á nýjum lista.
Aquí tenéis el TOP-80 del próximo Ranking FIFA que será publicado el 26 de noviembre. pic.twitter.com/odkRj6ltC0
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 19, 2020
Ísland var í 39. sæti á síðasta lista en íslenska landsliðið mun verða í 46. sæti á næsta lista.
Ungverjar taka aftur á móti flott stökk á listanum og fara upp um átta sæti. Þeir setjast í 39. sæti eða sætið sem íslenska landsliðið var í fyrir þennan glugga.
Ungverjar komust á EM með sigri á Íslandi en þeir tryggðu sér líka sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.
Danir var upp um eitt sæti og komst upp í tólfta sætið. Englendingar eru áfram í fjórða sætinu.
Belgar verða áfram efstir og engin breyting er á efstu sex liðunum. Argentínumenn komast upp fyrir Úrúgvæ í sjöunda sætið og þá komast Mexíkó og Ítalía á topp tíu í staðinn fyrir Króatíu og Kólumbíu.