Út úr kófinu Jón Ívar Einarsson, Sigríður Á. Andersen og Þorsteinn Siglaugsson skrifa 20. nóvember 2020 07:30 Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar. Valkosturinn við núverandi stefnu er að beita hnitmiðuðum aðgerðum í stað almennra aðgerða. Hnitmiðaðar aðgerðir grundvallast á þeirri lykilstaðreynd að veiran er afar hættuleg elsta aldurshópnum en öðrum að jafnaði ekki. Hnitmiðaðar aðgerðir hafa jafnframt þann kost að þær valda ekki eins miklum samfélagslegum áhrifum og lokanir og samskiptahindranir, þótt vitanlega kosti þær bæði fé og fyrirhöfn. Lokun landamæra fyrir ferðamönnum ein og sér hefur að mati þeirra sem til þekkja í ferðaþjónustu valdið atvinnumissi í það minnsta tíu þúsund manns. Sé miðað við erlendar rannsóknir má búast við að þessi aðgerð hafi jafnvel bein áhrif á heilsufar og lífslíkur fólks. Þau smit sem forðað er með lokuninni eru hins vegar fá, sérstaklega í samanburði við innanlandssmit. Og sú viðbára sumra að lokunin hafi engin áhrif haft á ferðamannastraum er fyrirsláttur einn, líkt og sést þegar tölur eru skoðaðar og gögn um ferðamenn í nágrannalöndunum og víðar. Lokanir skóla og tómstundastarfs og truflun á námsferli barna og unglinga er stórskaðleg. Stöðvun heilbrigðisþjónustu á einkastofum með vísan til óljósra áhrifa þeirra á hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi hefur valdið mörgum tjóni og mögulega dauðsföllum. Sá kostnaður og tekjutap sem ríkissjóður hefur þurft að bera, og mun áfram þurfa að bera verði fram haldið sem horfir, mun veikja heilbrigðiskerfið, velferðarþjónustuna og menntakerfið á næstu árum. Við undirrituð höfum á undanförnum vikum og mánuðum gert opinberlega grein fyrir áhyggjum okkar af þessari stöðu og velt vöngum yfir leiðum út úr henni. Ýmsir hafa sett sig í samband við okkur og lýst vilja sínum til að taka þátt í að reyna að vinda ofan af þessari stefnu. Þessi hópur hefur sett saman yfirlýsingu sem nú í vikunni var birt á vefsíðunni kofid.is, undir yfirskriftinni „Út úr kófinu“. Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að opna umræðuna. Hins vegar að hafa frumkvæði að skynsamlegum tillögum til lausnar. Eðlilega grundvallast slíkar tillögur á því að beita hnitmiðuðum og markvissum aðgerðum í stað þeirra aðgerða sem nú er beitt. Yfirlýsing hópsins hefur þegar vakið nokkra umræðu. Í gær brugðust Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við yfirlýsingu okkar, með þeim orðum að þau væru ósammála þeim skoðunum og röksemdum sem þar koma fram. En jafnframt viðurkenndu þau að hafa ekki lesið yfirlýsinguna. Við vorum svolítið hissa á þessu. Markviss vernd viðkvæmra hópa er grunnstefið í þeirri nálgun sem við teljum skynsamlegt að beita. Þessari stefnu var lýst af þremur af helstu sérfræðingum heims í faraldursfræðum nú í október í svonefndri Great Barrington yfirlýsingu. Alma, Þórólfur og Víðir Reynisson rituðu grein í Fréttablaðið fyrir fáum vikum þar sem þau brugðust við þessum tillögum, en þær eru þó raunar í megindráttum samhljóða þeirri stefnu sem sóttvarnarlæknir lýsti sjálfur í upphafi faraldursins. Í greininni færa þau rök gegn óheftri útbreiðslu veirunnar og heimfæra þau svo upp á stefnu yfirlýsingarinnar, sem snýst einmitt alls ekki um óhefta útbreiðslu heldur markvissa og skipulagða vernd viðkvæmra hópa meðan faraldurinn gengur yfir og þar til bóluefni og lyf koma til sögunnar. Með þeim hætti megi lágmarka fjölda dauðsfalla, forðast ofurálag á heilbrigðiskerfið og ná að komast út úr kófinu. Nýlegar fréttir um jákvæðar frumniðurstöður rannsókna á bóluefnum lofa vissulega góðu og vonandi verða þau jafn örugg og áhrifarík og virðist í fyrstu. Hins vegar mun að öllum líkindum taka marga mánuði að fá nægjanlegt bóluefni til landsins til að ráða niðurlögum faraldursins, e.t.v. eins langan tíma og við höfum nú þegar verið í kófinu. Það er því enn mikilvægt að huga að heildaráhrifum faraldursins og neikvæðra áhrifa af aðgerðum gegn covid. Opin umræða og raunsæ upplýsingagjöf er fyrsta skrefið út úr kófinu. Nauðsynlegt er að stemma stigu við ranghugmyndum og ofsahræðslu. Það gerist aðeins með vandaðri upplýsingagjöf og að því markmiði munum við vinna ótrauð. Um síðustu helgi héldum við opinn fund þar sem Dr. Martin Kulldorff, einn höfunda Great Barrington yfirlýsingarinnar var gestur okkar. Af viðbrögðunum að dæma var þetta gagnlegur fundur og ljóst að eftirspurn er eftir breiðari umræðu en átt hefur sér stað hér á landi hingað til. Ekki síður gagnlegt væri að fá að eiga spjall við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni á svipuðum nótum innan skamms. Dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard Medical School Sigríður Á. Andersen, alþingismaður Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigríður Á. Andersen Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar. Valkosturinn við núverandi stefnu er að beita hnitmiðuðum aðgerðum í stað almennra aðgerða. Hnitmiðaðar aðgerðir grundvallast á þeirri lykilstaðreynd að veiran er afar hættuleg elsta aldurshópnum en öðrum að jafnaði ekki. Hnitmiðaðar aðgerðir hafa jafnframt þann kost að þær valda ekki eins miklum samfélagslegum áhrifum og lokanir og samskiptahindranir, þótt vitanlega kosti þær bæði fé og fyrirhöfn. Lokun landamæra fyrir ferðamönnum ein og sér hefur að mati þeirra sem til þekkja í ferðaþjónustu valdið atvinnumissi í það minnsta tíu þúsund manns. Sé miðað við erlendar rannsóknir má búast við að þessi aðgerð hafi jafnvel bein áhrif á heilsufar og lífslíkur fólks. Þau smit sem forðað er með lokuninni eru hins vegar fá, sérstaklega í samanburði við innanlandssmit. Og sú viðbára sumra að lokunin hafi engin áhrif haft á ferðamannastraum er fyrirsláttur einn, líkt og sést þegar tölur eru skoðaðar og gögn um ferðamenn í nágrannalöndunum og víðar. Lokanir skóla og tómstundastarfs og truflun á námsferli barna og unglinga er stórskaðleg. Stöðvun heilbrigðisþjónustu á einkastofum með vísan til óljósra áhrifa þeirra á hið ríkisrekna heilbrigðiskerfi hefur valdið mörgum tjóni og mögulega dauðsföllum. Sá kostnaður og tekjutap sem ríkissjóður hefur þurft að bera, og mun áfram þurfa að bera verði fram haldið sem horfir, mun veikja heilbrigðiskerfið, velferðarþjónustuna og menntakerfið á næstu árum. Við undirrituð höfum á undanförnum vikum og mánuðum gert opinberlega grein fyrir áhyggjum okkar af þessari stöðu og velt vöngum yfir leiðum út úr henni. Ýmsir hafa sett sig í samband við okkur og lýst vilja sínum til að taka þátt í að reyna að vinda ofan af þessari stefnu. Þessi hópur hefur sett saman yfirlýsingu sem nú í vikunni var birt á vefsíðunni kofid.is, undir yfirskriftinni „Út úr kófinu“. Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að opna umræðuna. Hins vegar að hafa frumkvæði að skynsamlegum tillögum til lausnar. Eðlilega grundvallast slíkar tillögur á því að beita hnitmiðuðum og markvissum aðgerðum í stað þeirra aðgerða sem nú er beitt. Yfirlýsing hópsins hefur þegar vakið nokkra umræðu. Í gær brugðust Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við yfirlýsingu okkar, með þeim orðum að þau væru ósammála þeim skoðunum og röksemdum sem þar koma fram. En jafnframt viðurkenndu þau að hafa ekki lesið yfirlýsinguna. Við vorum svolítið hissa á þessu. Markviss vernd viðkvæmra hópa er grunnstefið í þeirri nálgun sem við teljum skynsamlegt að beita. Þessari stefnu var lýst af þremur af helstu sérfræðingum heims í faraldursfræðum nú í október í svonefndri Great Barrington yfirlýsingu. Alma, Þórólfur og Víðir Reynisson rituðu grein í Fréttablaðið fyrir fáum vikum þar sem þau brugðust við þessum tillögum, en þær eru þó raunar í megindráttum samhljóða þeirri stefnu sem sóttvarnarlæknir lýsti sjálfur í upphafi faraldursins. Í greininni færa þau rök gegn óheftri útbreiðslu veirunnar og heimfæra þau svo upp á stefnu yfirlýsingarinnar, sem snýst einmitt alls ekki um óhefta útbreiðslu heldur markvissa og skipulagða vernd viðkvæmra hópa meðan faraldurinn gengur yfir og þar til bóluefni og lyf koma til sögunnar. Með þeim hætti megi lágmarka fjölda dauðsfalla, forðast ofurálag á heilbrigðiskerfið og ná að komast út úr kófinu. Nýlegar fréttir um jákvæðar frumniðurstöður rannsókna á bóluefnum lofa vissulega góðu og vonandi verða þau jafn örugg og áhrifarík og virðist í fyrstu. Hins vegar mun að öllum líkindum taka marga mánuði að fá nægjanlegt bóluefni til landsins til að ráða niðurlögum faraldursins, e.t.v. eins langan tíma og við höfum nú þegar verið í kófinu. Það er því enn mikilvægt að huga að heildaráhrifum faraldursins og neikvæðra áhrifa af aðgerðum gegn covid. Opin umræða og raunsæ upplýsingagjöf er fyrsta skrefið út úr kófinu. Nauðsynlegt er að stemma stigu við ranghugmyndum og ofsahræðslu. Það gerist aðeins með vandaðri upplýsingagjöf og að því markmiði munum við vinna ótrauð. Um síðustu helgi héldum við opinn fund þar sem Dr. Martin Kulldorff, einn höfunda Great Barrington yfirlýsingarinnar var gestur okkar. Af viðbrögðunum að dæma var þetta gagnlegur fundur og ljóst að eftirspurn er eftir breiðari umræðu en átt hefur sér stað hér á landi hingað til. Ekki síður gagnlegt væri að fá að eiga spjall við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Ölmu Möller landlækni á svipuðum nótum innan skamms. Dr. Jón Ívar Einarsson, prófessor við Harvard Medical School Sigríður Á. Andersen, alþingismaður Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun