Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 12:30 Freyr Alexandersson hughreystir Ara Frey Skúlason eftir leik Íslands á Wembley á miðvikudagskvöldið sem var möguleika síðasti leikur þeirra beggja. Getty/Michael Regan Freyr Alexandersson er að hætta sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er um leið að hætta að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir mjög viðburðarík og eftirminnileg sjö ár. Freyr Alexandersson tók þátt í gullskeiði íslenskrar knattspyrnu á tíma sínum hjá Knattspyrnusambandi Íslands og fór á stórmót sem hluti af bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á tíma sínum hjá KSÍ þá náði Freyr nefnilega að taka þátt í því að koma báðum íslensku A-landsliðunum á stórmót og var svo ótrúlega nálægt því að koma íslenska karlalandsliðinu á þriðja stórmótið í röð fyrir nokkrum dögum. Freyr Alexandersson skrifaði undir sinn fyrsta samning við KSÍ þegar hann tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2013. Hann hefur unnið fyrir sambandið síðan, var kvennalandsliðsþjálfari í fimm ár áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá karlalandsliðinu haustið 2018. Freyr skrifaði stuttan fallega kveðjupistil á fésbókina í dag þar sem hann gerði upp þessi sjö ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands. „Ekki óraði mér fyrir hvers lags ferðalag biði mín næstu sjö árin. Breytingin á sambandinu á þessum sjö árum er í raun ólýsanleg en á þessum tíma fékk ég að upplifa og taka þátt í því sem má kalla gullskeið Íslenskrar knattspyrnu,“ skrifaði Freyr. Freyr hélt nýverið upp á 38 ára afmælið sitt og hefur þrátt fyrir ungan aldur náð því að fara á þrjú stórmót með íslensku A-landsliðunum. „Í öll skiptin var ég í stórum hlutverkum sem voru bæði krefjandi en ekki síður gríðarlega gefandi. Ég mun alltaf minnast þessa tíma með þakklæti og gleði í hjarta,“ skrifaði Freyr. Hann og Erik Hamrén voru aðeins hársbreidd frá því að koma íslenska karlalandsliðinu á EM næsta sumar enda var Ísland 1-0 yfir á móti Ungverjum á 87. mínútu leiksins. „Með velgengni fylgja alltaf væntingar og sársaukinn sem fylgir því að komast ekki á lokamót er óbærilegur. Það hef ég einnig fengið að upplifa tvisvar sinnum og í bæði skiptin á loka augnablikum leiksins en þessar seinustu fimm mínútur á Puskas Arena munu aldrei gleymast. Spurningin er bara hvað maður á að gera við slíkar tilfinningar, það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim. Um það snýst þessi leikur. Að notfæra sér öll augnablik til þess að vera betri. Eins og staðan er í dag er komið að ferðalokum hjá mér með Íslenska landsliðinu,“ skrifaði Freyr. Freyr er að kveðja KSÍ núna en það er að heyra á honum að hann ætli sér að vinna aftur fyrir sambandið og íslenska knattspyrnu. „Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið. Það er og á að vera það eina sem er í boði þegar þú vinnur fyrir Ísland. Annað veit ég, reynslan sem ég hef áunnið mér mun nýtast Íslandi aftur. Hvenær getur framtíðin ein leitt í ljós. Þangað til næst. Takk fyrir mig,“ skrifaði Freyr að lokum.Það er verður að teljast mjög líklegt að Knattspyrnusamband Íslands mun leita aftur til Freys í framtíðinni en hvort það verður sem næsti A-landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands eða eftir nokkur ár verður að koma í ljós. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira
Freyr Alexandersson er að hætta sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og hann er um leið að hætta að vinna fyrir Knattspyrnusamband Íslands eftir mjög viðburðarík og eftirminnileg sjö ár. Freyr Alexandersson tók þátt í gullskeiði íslenskrar knattspyrnu á tíma sínum hjá Knattspyrnusambandi Íslands og fór á stórmót sem hluti af bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á tíma sínum hjá KSÍ þá náði Freyr nefnilega að taka þátt í því að koma báðum íslensku A-landsliðunum á stórmót og var svo ótrúlega nálægt því að koma íslenska karlalandsliðinu á þriðja stórmótið í röð fyrir nokkrum dögum. Freyr Alexandersson skrifaði undir sinn fyrsta samning við KSÍ þegar hann tók við íslenska kvennalandsliðinu haustið 2013. Hann hefur unnið fyrir sambandið síðan, var kvennalandsliðsþjálfari í fimm ár áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá karlalandsliðinu haustið 2018. Freyr skrifaði stuttan fallega kveðjupistil á fésbókina í dag þar sem hann gerði upp þessi sjö ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands. „Ekki óraði mér fyrir hvers lags ferðalag biði mín næstu sjö árin. Breytingin á sambandinu á þessum sjö árum er í raun ólýsanleg en á þessum tíma fékk ég að upplifa og taka þátt í því sem má kalla gullskeið Íslenskrar knattspyrnu,“ skrifaði Freyr. Freyr hélt nýverið upp á 38 ára afmælið sitt og hefur þrátt fyrir ungan aldur náð því að fara á þrjú stórmót með íslensku A-landsliðunum. „Í öll skiptin var ég í stórum hlutverkum sem voru bæði krefjandi en ekki síður gríðarlega gefandi. Ég mun alltaf minnast þessa tíma með þakklæti og gleði í hjarta,“ skrifaði Freyr. Hann og Erik Hamrén voru aðeins hársbreidd frá því að koma íslenska karlalandsliðinu á EM næsta sumar enda var Ísland 1-0 yfir á móti Ungverjum á 87. mínútu leiksins. „Með velgengni fylgja alltaf væntingar og sársaukinn sem fylgir því að komast ekki á lokamót er óbærilegur. Það hef ég einnig fengið að upplifa tvisvar sinnum og í bæði skiptin á loka augnablikum leiksins en þessar seinustu fimm mínútur á Puskas Arena munu aldrei gleymast. Spurningin er bara hvað maður á að gera við slíkar tilfinningar, það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim. Um það snýst þessi leikur. Að notfæra sér öll augnablik til þess að vera betri. Eins og staðan er í dag er komið að ferðalokum hjá mér með Íslenska landsliðinu,“ skrifaði Freyr. Freyr er að kveðja KSÍ núna en það er að heyra á honum að hann ætli sér að vinna aftur fyrir sambandið og íslenska knattspyrnu. „Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið. Það er og á að vera það eina sem er í boði þegar þú vinnur fyrir Ísland. Annað veit ég, reynslan sem ég hef áunnið mér mun nýtast Íslandi aftur. Hvenær getur framtíðin ein leitt í ljós. Þangað til næst. Takk fyrir mig,“ skrifaði Freyr að lokum.Það er verður að teljast mjög líklegt að Knattspyrnusamband Íslands mun leita aftur til Freys í framtíðinni en hvort það verður sem næsti A-landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands eða eftir nokkur ár verður að koma í ljós.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Sjá meira