Vill að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði framtíðarúrræði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 14:28 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra vonar að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði í boði til frambúðar. Í gær var opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005–2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er auðvitað algjör nýjung að ríkisvaldið sé að koma inn með þessum hætti, á erfiðum tímum að koma inn í íþrótta- og tómstundastarf með þessum stuðningi,“ segir Ásmundur Einar. Á landsvísu verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021. „Við vorum einfaldlega að forma okkur og þróa okkur áfram með þessar fjárveitingar sem við höfðum á yfirstandandi ári sem voru 600 milljónir og svo 300 milljónir á næsta ári og töldum mikilvægt að það væri hægt að koma inn gagnvart þessum árgöngum,“ segir Ásmundur. Ásmundur segist sjá þessa aðgerð fyrir sér sem framtíðarúrræði. „Til þess að tryggja börnum möguleika á því að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð fjárhagslegri afkomu foreldra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra vonar að sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum verði í boði til frambúðar. Í gær var opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Hægt er að sækja um styrk fyrir börn sem fædd eru á árunum 2005–2014 og búa á heimili þar sem heildartekjur heimilisins voru að meðaltali lægri en 740.000 krónur á mánuði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er auðvitað algjör nýjung að ríkisvaldið sé að koma inn með þessum hætti, á erfiðum tímum að koma inn í íþrótta- og tómstundastarf með þessum stuðningi,“ segir Ásmundur Einar. Á landsvísu verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021. „Við vorum einfaldlega að forma okkur og þróa okkur áfram með þessar fjárveitingar sem við höfðum á yfirstandandi ári sem voru 600 milljónir og svo 300 milljónir á næsta ári og töldum mikilvægt að það væri hægt að koma inn gagnvart þessum árgöngum,“ segir Ásmundur. Ásmundur segist sjá þessa aðgerð fyrir sér sem framtíðarúrræði. „Til þess að tryggja börnum möguleika á því að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð fjárhagslegri afkomu foreldra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Félagsmál Íþróttir barna Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira