Finna til mikillar ábyrgðar og sorgar vegna Landakots Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. nóvember 2020 19:00 Helga Atladóttir hjúkrunardeildarstjóri útskriftardeildar aldraðra og Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar C segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg á síðustu vikum. Hjúkrunardeildarstjórar á Landakoti segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Alls hafa nú þrettán manns látist vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Helga Atladóttir hjúkrunardeildarstjóri útskriftardeildar aldraðra og Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar C segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg á síðustu vikum. „Maður lamaðist eiginlega. Maður fer í mikla sorg yfir því að þetta hafi raunverulega gerst þrátt fyrir allt sem maður var búin að undirbúa og áæta til að koma í veg fyrir að þetta myndi gerast,“ segir Helga. „Við sem stjórnendur berum ábyrgð“ Þóra tekur í sama streng. „Það er auðvitað gríðarlega mikil ábygðartilfinning sem maður finnur fyrir og sorg að þetta skuli hafa geta gerst. Það sem eftir situr hjá mér er hvað þetta kom inn hljótt og fólk var upp til hópa einkennalaust og gat ekki vitað að það væri með Covid, hvorki sjúklingar né starfsfólk,“ segir Þóra. Helga segist einnig finna til mikillar ábyrgðar. „Gagnvart því að sýkingin hafi komið inn á Landakot. Við sem stjórnendur höfum ábyrgð á því að starfið sé unnið rétt og erum með faglegan metnað til að allir séu að gera sitt besta. Þannig þetta er samviskubit þrátt fyrir að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Þetta var í raun árás veiru og við vorum hjálparlaus," segir Helga. Samkvæmt skýrslu spítalans er orsök hópsýkingarinnar ófullnægjandi húsnæði, óviðunandi aðbúnaður sjúklingar og að starfsmenn fóru á milli deilda. Skorður á húsnæði gert þeim erfitt fyrir Helga og Þóra eru búnar að fara yfir það aftur og aftur hvort þær hefðu geta gert eitthvað öðruvísi, til dæmis hvort það hafi verið mistök að hleypa starfsfólki á milli deilda eftir að smit í samfélaginu urðu færri. Þeim hafi hins vegar þótt það nauðsynlegt til að sjúklingarnir fengju viðeigandi þjónustu. „Ég tel okkur hafa farið mjög varlega í að opna á hólfaskiptingu til þess að geta veitt þjónustu til að sjúklingarnir væru ekki rúmliggjandi,“ segir Þóra og bætir við að það hafi verið nauðsynlegt til að koma endurhæfingu sjúklinga aftur af stað. Skorður á húsnæði hafi þó gert þeim erfitt fyrir og að samkvæmt mönnunarmódeli Landakots sé gert ráð fyrir því að ákveðnar fagstéttir fari á milli deilda. Hefur áhyggjur af þeim sem eftir lifa Þær vonast til að hægt sé að draga þann lærdóm af hópsmitinu að húsnæði fyrir eldri borgara í endurhæfingu standist nútíma kröfur. „Einnig vona ég að það sé hægt að draga af þessu þann lærdóm að ef samfélagssmitum fer að fjölga sé hægt að fara út í það að skima starfsfólk og sjúklinga reglulega sem forvarnaraðgerð til að stoppa sýkinguna fyrr," segir Þóra. Þær hafa áhyggjur af þeim sem eftir lifa. „Margir eru einkennalitlir í dag og eiga eftir að plumma sig vel en þetta er sumt gamalt fólk sem hefur ekki mikla burði í að standast svona sýkingu,“ segir Helga. Helga veiktist sjálf af Covid-19 og hefur verið í veikindaleyfi. „Maður miklar fyrir sér að koma til baka. Þetta er mikið áfall sem á eftir að fylgja manni. Auðvitað tek ég hlutunum þannig að það var ekki allt í mínum höndum. Ég gerði það sem ég gat. Ég hlakka til að fara aftur að vinna í dag en ég er búin að eiga stundir þar sem ég hugsaði hvort ég gæti farið aftur," segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Hjúkrunardeildarstjórar á Landakoti segjast finna til mikillar ábyrgðar vegna hópsýkingar sem þar kom upp þrátt fyrir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð í erfiðum aðstæðum. Alls hafa nú þrettán manns látist vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Í heildina smituðust fimmtíu sjúklingar og eru fjórir enn með Covid-19. Helga Atladóttir hjúkrunardeildarstjóri útskriftardeildar aldraðra og Þóra Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarlækningadeildar C segjast hafa upplifað gríðarlega mikla sorg á síðustu vikum. „Maður lamaðist eiginlega. Maður fer í mikla sorg yfir því að þetta hafi raunverulega gerst þrátt fyrir allt sem maður var búin að undirbúa og áæta til að koma í veg fyrir að þetta myndi gerast,“ segir Helga. „Við sem stjórnendur berum ábyrgð“ Þóra tekur í sama streng. „Það er auðvitað gríðarlega mikil ábygðartilfinning sem maður finnur fyrir og sorg að þetta skuli hafa geta gerst. Það sem eftir situr hjá mér er hvað þetta kom inn hljótt og fólk var upp til hópa einkennalaust og gat ekki vitað að það væri með Covid, hvorki sjúklingar né starfsfólk,“ segir Þóra. Helga segist einnig finna til mikillar ábyrgðar. „Gagnvart því að sýkingin hafi komið inn á Landakot. Við sem stjórnendur höfum ábyrgð á því að starfið sé unnið rétt og erum með faglegan metnað til að allir séu að gera sitt besta. Þannig þetta er samviskubit þrátt fyrir að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð. Þetta var í raun árás veiru og við vorum hjálparlaus," segir Helga. Samkvæmt skýrslu spítalans er orsök hópsýkingarinnar ófullnægjandi húsnæði, óviðunandi aðbúnaður sjúklingar og að starfsmenn fóru á milli deilda. Skorður á húsnæði gert þeim erfitt fyrir Helga og Þóra eru búnar að fara yfir það aftur og aftur hvort þær hefðu geta gert eitthvað öðruvísi, til dæmis hvort það hafi verið mistök að hleypa starfsfólki á milli deilda eftir að smit í samfélaginu urðu færri. Þeim hafi hins vegar þótt það nauðsynlegt til að sjúklingarnir fengju viðeigandi þjónustu. „Ég tel okkur hafa farið mjög varlega í að opna á hólfaskiptingu til þess að geta veitt þjónustu til að sjúklingarnir væru ekki rúmliggjandi,“ segir Þóra og bætir við að það hafi verið nauðsynlegt til að koma endurhæfingu sjúklinga aftur af stað. Skorður á húsnæði hafi þó gert þeim erfitt fyrir og að samkvæmt mönnunarmódeli Landakots sé gert ráð fyrir því að ákveðnar fagstéttir fari á milli deilda. Hefur áhyggjur af þeim sem eftir lifa Þær vonast til að hægt sé að draga þann lærdóm af hópsmitinu að húsnæði fyrir eldri borgara í endurhæfingu standist nútíma kröfur. „Einnig vona ég að það sé hægt að draga af þessu þann lærdóm að ef samfélagssmitum fer að fjölga sé hægt að fara út í það að skima starfsfólk og sjúklinga reglulega sem forvarnaraðgerð til að stoppa sýkinguna fyrr," segir Þóra. Þær hafa áhyggjur af þeim sem eftir lifa. „Margir eru einkennalitlir í dag og eiga eftir að plumma sig vel en þetta er sumt gamalt fólk sem hefur ekki mikla burði í að standast svona sýkingu,“ segir Helga. Helga veiktist sjálf af Covid-19 og hefur verið í veikindaleyfi. „Maður miklar fyrir sér að koma til baka. Þetta er mikið áfall sem á eftir að fylgja manni. Auðvitað tek ég hlutunum þannig að það var ekki allt í mínum höndum. Ég gerði það sem ég gat. Ég hlakka til að fara aftur að vinna í dag en ég er búin að eiga stundir þar sem ég hugsaði hvort ég gæti farið aftur," segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24 Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31
Vandamál Landakots leysist ekki með nýjum spítala Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut. 20. nóvember 2020 14:24
Öldrunarþjónusta orðið undir og óheppilegt að sjóður eldri borgara sé nýttur í rekstur 19. nóvember 2020 19:31