KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2020 09:01 KA-menn fagna Íslandsmeistaratitli sínum á forsíðu íþróttakálfs DV 18. september 1989 og til hliðar má sjá Alfons Sampsted og félaga í norska félaginu Bodö/Glimt fagna sigri sínum í gær. Skjámynd/Timarit.is/DV/Twitter@Glimt Íslenskur landsliðsbakvörður hjálpaði Norðmönnum að eignast heimsmet sem hefur verið í eigu okkar Íslendinga í meira en 31 ár. Alfons Sampsted og félagar í norska félaginu Bodö/Glimt tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn og um leið nýtt heimsmet. KA á Akureyri var þangað til í gær það nyrsta félagið sem hafði orðið landsmeistari í knattspyrnu í heiminum. Eftir sigur Bodö/Glimt í gær þá eiga Norðmenn nú heimsmetið. - FK Bodø/Glimt (@Glimt) win the 2020 Eliteserien to become the northernmost top flight champions ever in the world, beating Iceland's KA Akureyri (1989 champions). #eliteserien #bodøglimt— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 22, 2020 Bodö/Glimt spilar heimaleiki sína á Aspmyra leikvanginum í Bodö sem er á 67. breiddargráðu (67°16′35.9″N). Akureyri er aftur á móti aðeins sunnar eða á 65 breiddargráðu (65°41′9.9″N). Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem Bodö/Glimt vinnur norsku deildina en liðið varð í öðru sæti í fyrra og hafði einnig þurft að sætta sig við silfurverðlaun 1977, 1993 og 2003. Íslenski bakvörðurinn átti annars frábæra viku því nokkrum dögum fyrr komst hann með íslenska 21 árs landsliðinu á EM. Eini Íslandsmeistaratitill KA-manna er frá árinu 1989 þegar félagið varð meistari undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og með Þorvald Örlygsson sem besta leikmann. Legenda lev lenger! pic.twitter.com/07YdwmWQcr— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 22, 2020 Það munaði reyndar litlu að KA-menn misstu heimsmetið strax árið eftir því sumarið 1970 þá varð Tromsö í öðru sæti í norsku deildinni. Tromsö er enn norðar en Bodö eða á 70. breiddargráðu og en hefur aldrei náð að vinna norsku deildina. Tromsö liðið gæti hins vegar tekið þetta heimsmet af Bodö verði liðið norskur meistari í framtíðinni. Tromsö er í norsku b-deildinni í dag en er á toppi hennar og spilar því væntanlega í úrvalsdeildinni árið 2021. Norski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Íslenskur landsliðsbakvörður hjálpaði Norðmönnum að eignast heimsmet sem hefur verið í eigu okkar Íslendinga í meira en 31 ár. Alfons Sampsted og félagar í norska félaginu Bodö/Glimt tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn og um leið nýtt heimsmet. KA á Akureyri var þangað til í gær það nyrsta félagið sem hafði orðið landsmeistari í knattspyrnu í heiminum. Eftir sigur Bodö/Glimt í gær þá eiga Norðmenn nú heimsmetið. - FK Bodø/Glimt (@Glimt) win the 2020 Eliteserien to become the northernmost top flight champions ever in the world, beating Iceland's KA Akureyri (1989 champions). #eliteserien #bodøglimt— Gracenote Live (@GracenoteLive) November 22, 2020 Bodö/Glimt spilar heimaleiki sína á Aspmyra leikvanginum í Bodö sem er á 67. breiddargráðu (67°16′35.9″N). Akureyri er aftur á móti aðeins sunnar eða á 65 breiddargráðu (65°41′9.9″N). Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem Bodö/Glimt vinnur norsku deildina en liðið varð í öðru sæti í fyrra og hafði einnig þurft að sætta sig við silfurverðlaun 1977, 1993 og 2003. Íslenski bakvörðurinn átti annars frábæra viku því nokkrum dögum fyrr komst hann með íslenska 21 árs landsliðinu á EM. Eini Íslandsmeistaratitill KA-manna er frá árinu 1989 þegar félagið varð meistari undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og með Þorvald Örlygsson sem besta leikmann. Legenda lev lenger! pic.twitter.com/07YdwmWQcr— FK Bodø/Glimt (@Glimt) November 22, 2020 Það munaði reyndar litlu að KA-menn misstu heimsmetið strax árið eftir því sumarið 1970 þá varð Tromsö í öðru sæti í norsku deildinni. Tromsö er enn norðar en Bodö eða á 70. breiddargráðu og en hefur aldrei náð að vinna norsku deildina. Tromsö liðið gæti hins vegar tekið þetta heimsmet af Bodö verði liðið norskur meistari í framtíðinni. Tromsö er í norsku b-deildinni í dag en er á toppi hennar og spilar því væntanlega í úrvalsdeildinni árið 2021.
Norski boltinn Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira