„Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2020 19:00 Freyr Alexandersson hefur starfað hjá KSÍ í sjö ár, sem aðalþjálfari kvennalandsliðsins, leikgreinir og aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. Freyr er mættur til Doha í Katar til að starfa sem aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi, þar sem vinur hans Heimir Hallgrímsson er aðalþjálfari. Þar hittir hann einnig fyrir landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og Bjarka Má Ólafsson leikgreinanda. Freyr á reyndar enn eftir að skrifa formlega undir samning við Al Arabi, en blekið ætti að fara á blað á næstunni. Hann heimsótti félagið eftir landsleikjatörnina í október, var þá á þremur leikjum og náði 7-8 æfingum. Leikirnir við Ungverjaland, Danmörku og England fyrr í þessum mánuði reyndust svo síðustu landsleikir Freys og Eriks Hamrén, og Freyr er nú fluttur til Katar. „Vont að geta lent í því að vera atvinnulaus“ „Heimir þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Við höfum talað saman nokkrum sinnum áður, erum nánir vinir og góðir samstarfsfélagar. Núna var sá tímapunktur að minn samningur hjá KSÍ var að renna út, sem hann vissi af. Ég var búinn að athuga hvort að við ætluðum að fara í einhverja framtíðarsýn, hjá knattspyrnusambandinu, en fólk vildi bara bíða og sjá hvað myndi gerast. Ég hafði svo sem ekki tíma í það. Ég er með stóra fjölskyldu og þetta er erfiður heimur að vera í, að vera þjálfari. Þú þarft að hugsa fram í tímann og það er vont að geta lent í því að vera atvinnulaus, með engar tekjur. Þegar þetta tilboð kom, um að koma hingað, þá vildi ég því skoða það,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Kona hans og þrjú börn eru væntanleg til Katar en þó er óljóst hvenær það verður, og til hve langs tíma Freyr semur en viðræður við forráðamenn Al Arabi eru á lokastigi: „Það er eitt af því sem við erum að ræða. Líklegast verður það þannig að ég geri úttektarkeppnistímabil með framlengingarmöguleika af minni hálfu. Ég ætla aðeins að sjá hvernig mér líður hérna og hvernig framhaldið verður hjá þessu þjálfarateymi, og líka hvernig fjölskyldunni minni líður hérna.“ Freyr sá Al Arabi tapa 4-1 fyrir toppliði Al Sadd í gær og er liðið í 10. sæti af 12 liðum þegar sex umferðum er lokið í katörsku úrvalsdeildinni. Al Arabi er hins vegar líka komið í úrslitaleik Emírbikarsins, sem er virtasta bikarkeppnin í Katar, og mætir þar einmitt Al Sadd 18. desember. Sigurlið keppninnar kemst í Meistaradeild Asíu. „Bilaðar skorpur sem maður tekur í þessum landsliðsverkefnum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag gerir Freyr ekki ráð fyrir því að starfa áfram hjá KSÍ í bili, þó að hann vilji ekkert útiloka. Sjö ára tíma hans hjá knattspyrnusambandinu, meðal annars sem aðalþjálfari kvennalandsliðsins og aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, virðist því lokið. Freyr er að minnsta kosti byrjaður að þjálfa leikmenn hjá félagsliði og nýtur þess að snúa aftur í slíkt starf frá degi til dags, eftir að hafa síðast verið hjá félagsliði sem þjálfari Leiknis R. fyrir fimm árum: „Ég hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum, sérstaklega núna á þessu Covid-ári. En svo eru þetta svo bilaðar skorpur sem maður tekur í þessum landsliðsverkefnum. Þetta eru yfirleitt svona fjögurra vikna lotur. Tíu dögum fyrir verkefnið er maður orðinn heltekinn af því og er ekki viðræðuhæfur, og vikuna eftir verkefnið er maður gjörsamlega úrvinda,“ segir Freyr og bætir við: „Þetta eru langar lotur af mikilli vinnu, þar sem maður er hundrað prósent einbeittur og þetta er ótrúlega gaman, en maður verður líka fjarlægur fjölskyldu og vinum. Þetta tekur á og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvernig þetta djobb virkar, skiljanlega. Þetta hefur því tekið á en líka gefið svo mikla gleði. En svo er það þetta að vinna með leikmönnum frá degi til dags á æfingasvæðinu. Ég hef klárlega saknað þess og það er gaman að vera farinn að fikta í því aftur.“ Klippa: Freyr um að snúa úr landsliðsþjálfun til félagsliðs EM 2020 í fótbolta Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Allir staðráðnir í að klára þetta almennilega fyrir Hamrén og Frey „Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. 18. nóvember 2020 16:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. Freyr er mættur til Doha í Katar til að starfa sem aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi, þar sem vinur hans Heimir Hallgrímsson er aðalþjálfari. Þar hittir hann einnig fyrir landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og Bjarka Má Ólafsson leikgreinanda. Freyr á reyndar enn eftir að skrifa formlega undir samning við Al Arabi, en blekið ætti að fara á blað á næstunni. Hann heimsótti félagið eftir landsleikjatörnina í október, var þá á þremur leikjum og náði 7-8 æfingum. Leikirnir við Ungverjaland, Danmörku og England fyrr í þessum mánuði reyndust svo síðustu landsleikir Freys og Eriks Hamrén, og Freyr er nú fluttur til Katar. „Vont að geta lent í því að vera atvinnulaus“ „Heimir þurfti ekki að sannfæra mig mikið. Við höfum talað saman nokkrum sinnum áður, erum nánir vinir og góðir samstarfsfélagar. Núna var sá tímapunktur að minn samningur hjá KSÍ var að renna út, sem hann vissi af. Ég var búinn að athuga hvort að við ætluðum að fara í einhverja framtíðarsýn, hjá knattspyrnusambandinu, en fólk vildi bara bíða og sjá hvað myndi gerast. Ég hafði svo sem ekki tíma í það. Ég er með stóra fjölskyldu og þetta er erfiður heimur að vera í, að vera þjálfari. Þú þarft að hugsa fram í tímann og það er vont að geta lent í því að vera atvinnulaus, með engar tekjur. Þegar þetta tilboð kom, um að koma hingað, þá vildi ég því skoða það,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Kona hans og þrjú börn eru væntanleg til Katar en þó er óljóst hvenær það verður, og til hve langs tíma Freyr semur en viðræður við forráðamenn Al Arabi eru á lokastigi: „Það er eitt af því sem við erum að ræða. Líklegast verður það þannig að ég geri úttektarkeppnistímabil með framlengingarmöguleika af minni hálfu. Ég ætla aðeins að sjá hvernig mér líður hérna og hvernig framhaldið verður hjá þessu þjálfarateymi, og líka hvernig fjölskyldunni minni líður hérna.“ Freyr sá Al Arabi tapa 4-1 fyrir toppliði Al Sadd í gær og er liðið í 10. sæti af 12 liðum þegar sex umferðum er lokið í katörsku úrvalsdeildinni. Al Arabi er hins vegar líka komið í úrslitaleik Emírbikarsins, sem er virtasta bikarkeppnin í Katar, og mætir þar einmitt Al Sadd 18. desember. Sigurlið keppninnar kemst í Meistaradeild Asíu. „Bilaðar skorpur sem maður tekur í þessum landsliðsverkefnum“ Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag gerir Freyr ekki ráð fyrir því að starfa áfram hjá KSÍ í bili, þó að hann vilji ekkert útiloka. Sjö ára tíma hans hjá knattspyrnusambandinu, meðal annars sem aðalþjálfari kvennalandsliðsins og aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, virðist því lokið. Freyr er að minnsta kosti byrjaður að þjálfa leikmenn hjá félagsliði og nýtur þess að snúa aftur í slíkt starf frá degi til dags, eftir að hafa síðast verið hjá félagsliði sem þjálfari Leiknis R. fyrir fimm árum: „Ég hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum, sérstaklega núna á þessu Covid-ári. En svo eru þetta svo bilaðar skorpur sem maður tekur í þessum landsliðsverkefnum. Þetta eru yfirleitt svona fjögurra vikna lotur. Tíu dögum fyrir verkefnið er maður orðinn heltekinn af því og er ekki viðræðuhæfur, og vikuna eftir verkefnið er maður gjörsamlega úrvinda,“ segir Freyr og bætir við: „Þetta eru langar lotur af mikilli vinnu, þar sem maður er hundrað prósent einbeittur og þetta er ótrúlega gaman, en maður verður líka fjarlægur fjölskyldu og vinum. Þetta tekur á og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvernig þetta djobb virkar, skiljanlega. Þetta hefur því tekið á en líka gefið svo mikla gleði. En svo er það þetta að vinna með leikmönnum frá degi til dags á æfingasvæðinu. Ég hef klárlega saknað þess og það er gaman að vera farinn að fikta í því aftur.“ Klippa: Freyr um að snúa úr landsliðsþjálfun til félagsliðs
EM 2020 í fótbolta Katarski boltinn Tengdar fréttir Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30 Allir staðráðnir í að klára þetta almennilega fyrir Hamrén og Frey „Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. 18. nóvember 2020 16:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Freyr kveður KSÍ: Seinustu fimm mínúturnar á Puskas Arena munu aldrei gleymast Freyr Alexandersson gerði upp sjö ótrúleg ár hjá KSÍ með pistli á fésbókinni og lokar ekki að vinna aftur fyrir sambandið í framtíðinni. 20. nóvember 2020 12:30
Allir staðráðnir í að klára þetta almennilega fyrir Hamrén og Frey „Ég held að flestir hafi verið að vona að þeir myndu halda áfram með þetta,“ segir Kári Árnason um þjálfarana Erik Hamrén og Frey Alexandersson fyrir kveðjuleikinn í kvöld. 18. nóvember 2020 16:30