Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2020 16:20 Bjartmar Leósson. Honum sárnaði þetta símtal sem hann fékk frá lögreglumanni nú fyrr í dag. En þar var hann beðinn um að hætta þessu hjólarugli, hvíla það fram á næsta sumar. Kæla þetta aðeins. visir Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði. Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Bjartmar Leósson, sem fengið hefur viðurnefnið Hjólahvíslarinn vegna frækilegrar framgöngu við að endurheimta stolin hjól fyrir eigendur þeirra, var beðinn um það af lögreglumanni að „hætta þessu hjólarugli“. Bjartmar segir þetta kaldar kveðjur eftir allt sem hann hefur lagt að mörkum við að finna og koma til réttra eigenda stolnum verðmætum hjólum. Bjartmar tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að sú afstaða sem birtist hjá þessum ónefnda lögreglumanni sé alls ekki lýsandi fyrir lögregluna alla. Yfirlætistónn í lögregluþjóninum En honum blöskraði yfirlætið sem fólst í orðum þessa tiltekna lögreglumannsins, þau komu flatt uppá hann því yfirleitt hafa samskiptin við lögregluna verið góð. „Já, það var yfirlætistónn í þessu: Gætirðu ekki hætt þessu hjólarugli þínu, fram á mitt sumar kannski? spurði maðurinn en þetta var eftir kvörtun bróður manns sem hafði misst sig við Bjartmar eftir að hann hafði fundið hjá honum hjól. Bjartmar segir þetta mikinn misskilning því hann hafi boðið þeim manni að borða og þeir svo skilið í mikilli sátt. Það segir Bjartmar hafa gert til að byggja upp gagnkvæman skilning. Mikill fjöldi manna kann Bjartmari miklar þakkir fyrir að hafa fundið stolin hjól sín. Það má berlega sjá í Facebook-hóp sem Bjartmar stofnaði „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“. Þar greinir hann frá þessu og hefur mikill fjöldi manna tjáð sig of furðað sig á þessum köldu kveðjum. Bjartmar útskýrir tildrögin þannig þar: „Sárasjaldan hafa menn blossað upp gagnvart mér þegar ég "stel" hjólum til baka. Eitt slíkt atvik nýskeð og ég fæ kvörtun á mig. En er búinn að sættast við gaurinn. Ætla meiraðsegja að redda honum hjóli og lás.“ Bjartmar nýtur mikils stuðnings í hópnum og víðar. Hann segist ætla að bóka fund með lögreglustjóranum og fara yfir þetta mál eins og það horfir við sér. Hefur endurheimt hjól fyrir milljónir króna En hvað er það sem fær Bjartmar til að standa í þessu, en það hefur hann gert frá því síðasta sumar og hefur haldið ótrauður sínu striki? Bjartmar útskýrir það þannig að hann sé sjálfur með mikla hjóladellu. „Þetta bara blasti við mér. Góðkunningjar lögreglunnar, eða hvað eigum eigum við að segja … ógæfumenn borgarinnar voru reglulega að birtast á nýjum hjólum. Mér fannst þetta undarlegt og fór að skoða þetta nánar. Augljóst mál að þeir væru að stela hjólunum en þetta var yfirgengilega mikið. Mig langar ekki að búa í borg þar sem sjálfsagt mál þykir að stela hjólum. Ef ég sé hjól sem ég veit að er stolið sef ekkert vel ef ég geri ekkert.“ Bjartmar hefur fyrir löngu tapað tölunni, svo mörg eru þau hjól sem hann hefur fundið en hann segir að meta megi andvirði hinna stolnu hjóla á vel yfir tíu milljónir. Eitt sinn endurheimti hann í einu tvö hjól sem samanlagt voru milljón króna virði.
Hjólreiðar Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira