Skora á Menntaskólann við Sund að hefja staðnám Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 18:00 Menntaskólinn við Sund. Vísir/Vilhelm Foreldrar og forráðamenn nemenda í Menntaskólanum við Sund hafa farið þess á leit við stjórnendur skólans að hefja staðnám fram að jólaleyfi. Í áskorun um að opna skólann, sem ber yfirskriftina „Erfið staða nemenda,“ er sagt mikilvægt að nemendur fái að koma inn í skólann að einhverju marki, þar sem aðstæður leyfi það nú. Samkvæmt núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra mega framhaldsskólanemendur vera 25 saman í hverju rými. Einhverjir skólar hafa ákveðið að hefja staðnám, en aðrir hafa haldið fjarnámsfyrirkomulagi óbreyttu, þrátt fyrir heimild til staðnáms. Menntaskólinn við Sund er þar á meðal. „Það gæti breytt miklu til hins betra fyrir marga nemendur að fá að hitta kennara, sjá samnemendur sína og fá það aðhald og hvatningu sem skólaumhverfið færir með staðarnámi. Skólinn er vel í stakk búinn til að taka upp kennslu nú þegar smit hafa gengið niður og ný önn er hafin. Nú er það skólans að sýna að hann sé fremstur meðal jafningja,“ segir í áskoruninni. Með áskoruninni fylgir fjöldi frásagna foreldra af líðan barna sinna í fjarnámi. Flestar eiga þær sameiginlegt að lýsa erfiðleikum barnanna við að halda rútínu, auknu áhugaleysi á náminu og verri námsárangri. „Duglegur nemandi hefur einangrast félagslega. Hann hittir einn jafnaldra sem er í öðrum skóla en dvelur annars mest inni í herberginu sínu, sefur á daginn og vakir á næturnar. Andleg líðan þyngist dag frá degi. Svartnætti er eina orðið sem móður hans dettur í hug að fangi lýsinguna á ástandi barns síns varðandi framtíðarhorfur hans og námsins,“ segir í einni frásögninni. „Þúsundir unglinga á Íslandi í svipaðri stöðu“ Þá er vakin athygli á því í áskoruninni að aðstæður framhaldsskólanemenda heima fyrir geti verið ólíkar. Sumir foreldrar hafi getað verið sveigjanlegir í vinnu til að aðstoða börn sín með námið og fylgja því eftir að náminu sé sinnt. Það sé þó ekki á allra færi. Þá segir að mikilvægt sé að hafa í huga að ungmennin séu nú að takast á við nám í nýju umhverfi. Slíkt hafi áhrif á einbeitingu á námsárangur, á sama tíma og skólinn eigi að kenna þeim að vera sjálfstæðari og ábyrgari. „Þetta eru bara sögur úr MS en það eru þúsundir unglinga á Íslandi í svipaðri stöðu. Við hvetjum skólasamfélagið í heild til að vinna saman að því að koma öllum í staðarnám og deila af reynslu og árangri. Hér má læra af því sem vel hefur verið gert í öðrum skólum sem hafa þegar tryggt staðarnám að hluta,“ segir í áskoruninni. Þá meta forráðamennirnir sem undir áskorunina skrifa það svo að sóttvarnayfirvöld telji óhætt að hefja staðnám og vísa til orða Ölmu Möller landlæknis um að lokun skóla ætti að beita sem „allra síðasta úrræði“ í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Nám í MS var ekki sniðið með það fyrir augum að vera kennt í fjarnámi. Það er neyðarúrræði sem þurfti að beita um stund en nú er lag að skólasamfélag MS komi saman og hefji staðarnám,“ segir í áskoruninni, sem yfir 100 foreldrar eða forráðamenn eru skráðir fyrir. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Foreldrar og forráðamenn nemenda í Menntaskólanum við Sund hafa farið þess á leit við stjórnendur skólans að hefja staðnám fram að jólaleyfi. Í áskorun um að opna skólann, sem ber yfirskriftina „Erfið staða nemenda,“ er sagt mikilvægt að nemendur fái að koma inn í skólann að einhverju marki, þar sem aðstæður leyfi það nú. Samkvæmt núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra mega framhaldsskólanemendur vera 25 saman í hverju rými. Einhverjir skólar hafa ákveðið að hefja staðnám, en aðrir hafa haldið fjarnámsfyrirkomulagi óbreyttu, þrátt fyrir heimild til staðnáms. Menntaskólinn við Sund er þar á meðal. „Það gæti breytt miklu til hins betra fyrir marga nemendur að fá að hitta kennara, sjá samnemendur sína og fá það aðhald og hvatningu sem skólaumhverfið færir með staðarnámi. Skólinn er vel í stakk búinn til að taka upp kennslu nú þegar smit hafa gengið niður og ný önn er hafin. Nú er það skólans að sýna að hann sé fremstur meðal jafningja,“ segir í áskoruninni. Með áskoruninni fylgir fjöldi frásagna foreldra af líðan barna sinna í fjarnámi. Flestar eiga þær sameiginlegt að lýsa erfiðleikum barnanna við að halda rútínu, auknu áhugaleysi á náminu og verri námsárangri. „Duglegur nemandi hefur einangrast félagslega. Hann hittir einn jafnaldra sem er í öðrum skóla en dvelur annars mest inni í herberginu sínu, sefur á daginn og vakir á næturnar. Andleg líðan þyngist dag frá degi. Svartnætti er eina orðið sem móður hans dettur í hug að fangi lýsinguna á ástandi barns síns varðandi framtíðarhorfur hans og námsins,“ segir í einni frásögninni. „Þúsundir unglinga á Íslandi í svipaðri stöðu“ Þá er vakin athygli á því í áskoruninni að aðstæður framhaldsskólanemenda heima fyrir geti verið ólíkar. Sumir foreldrar hafi getað verið sveigjanlegir í vinnu til að aðstoða börn sín með námið og fylgja því eftir að náminu sé sinnt. Það sé þó ekki á allra færi. Þá segir að mikilvægt sé að hafa í huga að ungmennin séu nú að takast á við nám í nýju umhverfi. Slíkt hafi áhrif á einbeitingu á námsárangur, á sama tíma og skólinn eigi að kenna þeim að vera sjálfstæðari og ábyrgari. „Þetta eru bara sögur úr MS en það eru þúsundir unglinga á Íslandi í svipaðri stöðu. Við hvetjum skólasamfélagið í heild til að vinna saman að því að koma öllum í staðarnám og deila af reynslu og árangri. Hér má læra af því sem vel hefur verið gert í öðrum skólum sem hafa þegar tryggt staðarnám að hluta,“ segir í áskoruninni. Þá meta forráðamennirnir sem undir áskorunina skrifa það svo að sóttvarnayfirvöld telji óhætt að hefja staðnám og vísa til orða Ölmu Möller landlæknis um að lokun skóla ætti að beita sem „allra síðasta úrræði“ í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar. „Nám í MS var ekki sniðið með það fyrir augum að vera kennt í fjarnámi. Það er neyðarúrræði sem þurfti að beita um stund en nú er lag að skólasamfélag MS komi saman og hefji staðarnám,“ segir í áskoruninni, sem yfir 100 foreldrar eða forráðamenn eru skráðir fyrir.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira