Dæmdur fyrir líkamsárás, húsbrot og hótanir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 19:09 Dómur yfir manninum féll í Héraðsdómi Suðurlands. Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og brot gegn fíkniefnalögum. Manninum var einnig gert að greiða konunni sem árásin beindist að hálfa milljón króna í miskabætur. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum segir að maðurinn hafi ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu á síðasta ári. Hann hafi verið í bræðiskasti og ráðist að manni sem var gestur á heimili konunnar, hótað honum lífláti, elt hann um húsnæðið og kýlt til hans en ekki hitt. Konunni hafi þá tekist að skilja mennina í sundur þannig að gestinum tókst að komast fáklæddur á hlaupum út úr húsinu. Þá hafi hinn dæmdi hins vegar veist að konunni með því að grípa um handleggi hennar og hrinda henni til þannig að hún féll utan í veggi og á kommóðu, með þeim afleiðingum að á henni sá. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, sem hann játaði fyrir dómi, en alls fundust 25 kannabisplöntur á heimili hans á síðasta ári. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2007. Síðan þá hafi hann níu sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, samtals í 51 mánuð. Flestir dómanna snúa að umferðarlagabrotum mannsins, en hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot fram að þessu. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing var ákveðin. Auk fimm mánaða fangelsisvistar og miskabóta til konunnar sem árásin beindist að er manninum gert að greiða sakarkostnað, rúmlega 2,1 milljón til verjanda síns og rúmlega 676.000 krónur til réttargæslumanns brotaþola, auk aksturkostnaðar. Dómsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, húsbrot, hótanir og brot gegn fíkniefnalögum. Manninum var einnig gert að greiða konunni sem árásin beindist að hálfa milljón króna í miskabætur. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands yfir manninum segir að maðurinn hafi ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu á síðasta ári. Hann hafi verið í bræðiskasti og ráðist að manni sem var gestur á heimili konunnar, hótað honum lífláti, elt hann um húsnæðið og kýlt til hans en ekki hitt. Konunni hafi þá tekist að skilja mennina í sundur þannig að gestinum tókst að komast fáklæddur á hlaupum út úr húsinu. Þá hafi hinn dæmdi hins vegar veist að konunni með því að grípa um handleggi hennar og hrinda henni til þannig að hún féll utan í veggi og á kommóðu, með þeim afleiðingum að á henni sá. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot, sem hann játaði fyrir dómi, en alls fundust 25 kannabisplöntur á heimili hans á síðasta ári. Í dómi héraðsdóms kemur fram að sakaferill mannsins nái aftur til ársins 2007. Síðan þá hafi hann níu sinnum verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar, samtals í 51 mánuð. Flestir dómanna snúa að umferðarlagabrotum mannsins, en hann hafði ekki verið dæmdur fyrir ofbeldisbrot fram að þessu. Litið var til sakaferils mannsins þegar refsing var ákveðin. Auk fimm mánaða fangelsisvistar og miskabóta til konunnar sem árásin beindist að er manninum gert að greiða sakarkostnað, rúmlega 2,1 milljón til verjanda síns og rúmlega 676.000 krónur til réttargæslumanns brotaþola, auk aksturkostnaðar.
Dómsmál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira