Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 11:15 Charlotte Charles og Tim Dunn, foreldrar Harry Dunn. Getty/Jacob King Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. Til þess höfðuðu þau mál gegn utanríkisráðuneyti Bretlands og sögðu ráðuneytið hafa staðið í vegi lögreglunnar vegna dauða sonar þeirra. Hin bandaríska Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Hún fór til Bandaríkjanna nokkrum vikum eftir atvikið þegar yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu hana njóta friðhelgi erindreka. Hún var þó ákærð og kölluðu Bretar eftir því að hún yrði framseld til Bretlands en því var hafnað. Lögmaður hjónanna sagði meðal annars fyrir dómi að Sacoolas hafi ekki haft neinum opinberum skyldum að gegna í Bretlandi og því hefði hún ekki átt rétt á friðhelgi. Dómari var þó ósammála því. Samkvæmt Sky News sagði dómarinn bæði að Sacoolas hafi notið friðhelgi og að utanríkisráðuneytið hefði ekki hindrað störf lögreglu. Í sumar komust bresk og bandarísk stjórnvöld að samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði Saccolas kleift að krefjast friðhelgi. Sky hefur eftir foreldrum Harry Dunn að þau ætli ekki að láta af tilraunum sínum til að svipta Sacoolas friðhelgi. Þessi nýjasti úrskurður myndi ekki stöðva það. „Ég lofaði stráknum mínum að ég myndi ná fram réttlæti og það er nákvæmlega það sem við við munum gera. Engin mun standa í vegi okkar,“ sagði Charlotte Charles. Bretland Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. Til þess höfðuðu þau mál gegn utanríkisráðuneyti Bretlands og sögðu ráðuneytið hafa staðið í vegi lögreglunnar vegna dauða sonar þeirra. Hin bandaríska Anne Sacoolas er talin hafa ekið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Harry Dunn, 19 ára gamlan pilt, sem var á bifhjóli í ágúst í fyrra. Dunn lét lífið í árekstrinum sem átti sér stað nærri herstöð í Northamptonshire þar sem eiginmaður Sacoolas var erindreki. Hún fór til Bandaríkjanna nokkrum vikum eftir atvikið þegar yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu hana njóta friðhelgi erindreka. Hún var þó ákærð og kölluðu Bretar eftir því að hún yrði framseld til Bretlands en því var hafnað. Lögmaður hjónanna sagði meðal annars fyrir dómi að Sacoolas hafi ekki haft neinum opinberum skyldum að gegna í Bretlandi og því hefði hún ekki átt rétt á friðhelgi. Dómari var þó ósammála því. Samkvæmt Sky News sagði dómarinn bæði að Sacoolas hafi notið friðhelgi og að utanríkisráðuneytið hefði ekki hindrað störf lögreglu. Í sumar komust bresk og bandarísk stjórnvöld að samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði Saccolas kleift að krefjast friðhelgi. Sky hefur eftir foreldrum Harry Dunn að þau ætli ekki að láta af tilraunum sínum til að svipta Sacoolas friðhelgi. Þessi nýjasti úrskurður myndi ekki stöðva það. „Ég lofaði stráknum mínum að ég myndi ná fram réttlæti og það er nákvæmlega það sem við við munum gera. Engin mun standa í vegi okkar,“ sagði Charlotte Charles.
Bretland Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira