Brynjar ákvað fyrir löngu að hætta að mæta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 12:22 Brynjar Níelsson hefur óskað eftir því að fá að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira