Segir myndefni af lokun tjaldbúða í París vera sláandi og heitir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2020 13:57 Til átaka kom á milli lögregluþjóna annarsvegar og aðgerðasinna og farand- og flóttamanna hins vegar. AP/Alexandra Henry Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, hefur fyrirskipað innri rannsókn á aðgerðum lögreglunnar gegn farand- og flóttafólki í París í gærkvöldi. Lögregluþjónar fjarlægðu tjaldbúðir sem búið var að reisa á torgi í austurhluta borgarinnar og ráðherrann segir myndefni af vettvangi vera sláandi. Lögreglan segir tjalbúðirnar hafa verið reistar í leyfisleysi af sjálfboðaliðum og aðgerðasinnum og að torgið hafi þess vegna verið rýmt og hald lagt á tjöld þeirra sem héldu til þar. Myndbönd sýna lögregluþjóna beita táragasi gegn íbúum um 500 tjalda, sem voru flestir menn frá Afganistan, samkvæmt frétt France24. Einnig sýnir myndefni lögregluþjóna draga fólk í burtu í tjöldum og jafnvel slá til íbúa búðanna og aðgerðasinna. Tjaldbúðirnar voru reistar í mótmælaskyni eftir að sambærilegum búðum annarsstaðar í París hafði verið lokað.AP/Alexandra Henry AP fréttaveitan hefur eftir sjálfboðaliðum að lögregluþjónar hafi tekið tjöld upp og hrist fólk úr þeim. Þá hafi verið sparkað í mennina og þeir barðir með kylfum. Darmanin hét því að gera niðurstöður rannsóknarinnar opinberar. Búðirnar höfðu í raun verið settar upp af aðgerðasinnum í mótmælum gegn því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 um aðgerðirnar. Þar er meðal annars rætt við íbúa tjaldbúðanna sem segjast eingöngu vilja þak yfir höfuðið. Aðgerðirnar hafa fengið mikla athygli og þá að miklum hluta vegna frumvarps sem greiða á atkvæði um á franska þinginu í dag. Því frumvarp er ætlað að auka valdheimildir og vernd lögregluþjóna. Meðal annars gerir frumvarpið það ólöglegt að birta myndefni af lögregluþjónum, í þeim tilgangi að valda þeim skaða. Frumvarpinu hefur verið harðlega mótmælt og er sagt koma niður á réttindum borgara og fjölmiðla. Yfirvöld segja hins vegar að frumvarpinu sé ætlað að vernda lögregluþjóna gegn áköllum um ofbeldi á netinu. PARIS - Tensions en cours : intervention musclée des forces de l ordre pour déloger les réfugiés. pic.twitter.com/248pO7xx4V— Clément Lanot (@ClementLanot) November 23, 2020 Frakkland Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, hefur fyrirskipað innri rannsókn á aðgerðum lögreglunnar gegn farand- og flóttafólki í París í gærkvöldi. Lögregluþjónar fjarlægðu tjaldbúðir sem búið var að reisa á torgi í austurhluta borgarinnar og ráðherrann segir myndefni af vettvangi vera sláandi. Lögreglan segir tjalbúðirnar hafa verið reistar í leyfisleysi af sjálfboðaliðum og aðgerðasinnum og að torgið hafi þess vegna verið rýmt og hald lagt á tjöld þeirra sem héldu til þar. Myndbönd sýna lögregluþjóna beita táragasi gegn íbúum um 500 tjalda, sem voru flestir menn frá Afganistan, samkvæmt frétt France24. Einnig sýnir myndefni lögregluþjóna draga fólk í burtu í tjöldum og jafnvel slá til íbúa búðanna og aðgerðasinna. Tjaldbúðirnar voru reistar í mótmælaskyni eftir að sambærilegum búðum annarsstaðar í París hafði verið lokað.AP/Alexandra Henry AP fréttaveitan hefur eftir sjálfboðaliðum að lögregluþjónar hafi tekið tjöld upp og hrist fólk úr þeim. Þá hafi verið sparkað í mennina og þeir barðir með kylfum. Darmanin hét því að gera niðurstöður rannsóknarinnar opinberar. Búðirnar höfðu í raun verið settar upp af aðgerðasinnum í mótmælum gegn því að sambærilegum búðum annarsstaðar í borginni var lokað í síðustu viku. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 um aðgerðirnar. Þar er meðal annars rætt við íbúa tjaldbúðanna sem segjast eingöngu vilja þak yfir höfuðið. Aðgerðirnar hafa fengið mikla athygli og þá að miklum hluta vegna frumvarps sem greiða á atkvæði um á franska þinginu í dag. Því frumvarp er ætlað að auka valdheimildir og vernd lögregluþjóna. Meðal annars gerir frumvarpið það ólöglegt að birta myndefni af lögregluþjónum, í þeim tilgangi að valda þeim skaða. Frumvarpinu hefur verið harðlega mótmælt og er sagt koma niður á réttindum borgara og fjölmiðla. Yfirvöld segja hins vegar að frumvarpinu sé ætlað að vernda lögregluþjóna gegn áköllum um ofbeldi á netinu. PARIS - Tensions en cours : intervention musclée des forces de l ordre pour déloger les réfugiés. pic.twitter.com/248pO7xx4V— Clément Lanot (@ClementLanot) November 23, 2020
Frakkland Flóttamenn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira