Varað við hríðarveðri: Fólk ani ekki út í óvissuna því élin verða dimm og mjög hvöss Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 07:20 Það verður mjög hvasst á stórum hluta landsins í kvöld og nánast allan daginn á morgun. Þá mun víða ganga á með dimmum éljum. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hríðarveðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og miðhálendið. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og standa nánast út allan morgundaginn. Fyrst er varað við suðaustanhríðarveðri sem skellur á í kvöld og stendur fram á nótt. Mismunandi er eftir landshlutum hvenær viðvörunin fellur úr gildi; hún gildir til klukkan eitt í nótt á höfuðborgarsvæðinu en til klukkan átta í fyrramálið á Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Ört versnandi akstursskilyrði,“ segir í viðvöruninni fyrir Strandir og Norðurland vestra. Gætu orðið vandræði í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu Klukkan tólf á hádegi á morgun tekur svo gildi viðvörun vegna suðvestanhríðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Viðvörunin gildir til miðnættis annað kvöld. Á sama tíma er varað við suðvestan stormi eða roki og éljum á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðvestan 15-23 m/s og mjög dimm él. Hálka á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðursins á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að æskilegt sé að fólki ani ekki út í óvissuna í þessu veðri sem von er á í kvöld og á morgun því útlit sé fyrir að élin verði bæði dimm og hvöss. „Í dag hvessir af suðaustri og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Í kvöld má búast við að vindstyrkur verði kominn víða upp undir stormstyrk (20 m/s). Dálítil óvissa er hve hratt hlýnar en það hefur mikil áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi. Líklegast er að úrkoman byrji sem snjókoma eða slydda en færist síðan yfir í rigningu á láglendi. Mestu hlýindin verða samt ekki fyrr en eftir miðnætti og fram undir morgun, en þá snýst vindur jafnframt til suðvestanáttar. Hún verður ekki eins hvöss og úrkomumikil eins og veðrið verður í nótt, en um og eftir hádegi á morgun er útlit fyrir að vindur verði víða 15-20 m/s og hvassari í éljum og þá hefur einnig kólnað talsvert frá morgninum. Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Föstudagurinn verður líklega keimlíkur morgundeginum en fer þó að lægja undir kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars bjartviðri. Frost 0 til 7 stig, en víða frostlaust við ströndina. Vaxandi suðaustanátt í dag og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Rigning um mest allt land í nótt og hiti víða 2 til 8 stig. Suðvestan 15-23 á morgun, en hægari fyrst í fyrramálið. Skúrir og síðar él og kólnar, vægt frost síðdegis en hiti 0 til 4 stig við ströndina. Yfirleitt þurrt NA- og A-lands. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og hiti nálægt frostmarki, en frostlaust við ströndina. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Hægt minnkandi suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Fremur kalt í veðri. Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hríðarveðurs fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og miðhálendið. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og standa nánast út allan morgundaginn. Fyrst er varað við suðaustanhríðarveðri sem skellur á í kvöld og stendur fram á nótt. Mismunandi er eftir landshlutum hvenær viðvörunin fellur úr gildi; hún gildir til klukkan eitt í nótt á höfuðborgarsvæðinu en til klukkan átta í fyrramálið á Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur, einkum á Ströndum og á Holtavörðuheiði og Laxárdalsheiði. Ört versnandi akstursskilyrði,“ segir í viðvöruninni fyrir Strandir og Norðurland vestra. Gætu orðið vandræði í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu Klukkan tólf á hádegi á morgun tekur svo gildi viðvörun vegna suðvestanhríðar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði. Viðvörunin gildir til miðnættis annað kvöld. Á sama tíma er varað við suðvestan stormi eða roki og éljum á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. „Suðvestan 15-23 m/s og mjög dimm él. Hálka á götum og gangstéttum og skyggni mjög takmarkað á köflum, sem getur valdið vandræðum í umferðinni,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar fyrir höfuðborgarsvæðið vegna veðursins á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að æskilegt sé að fólki ani ekki út í óvissuna í þessu veðri sem von er á í kvöld og á morgun því útlit sé fyrir að élin verði bæði dimm og hvöss. „Í dag hvessir af suðaustri og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert. Í kvöld má búast við að vindstyrkur verði kominn víða upp undir stormstyrk (20 m/s). Dálítil óvissa er hve hratt hlýnar en það hefur mikil áhrif á hvaða úrkomutegund verður á láglendi. Líklegast er að úrkoman byrji sem snjókoma eða slydda en færist síðan yfir í rigningu á láglendi. Mestu hlýindin verða samt ekki fyrr en eftir miðnætti og fram undir morgun, en þá snýst vindur jafnframt til suðvestanáttar. Hún verður ekki eins hvöss og úrkomumikil eins og veðrið verður í nótt, en um og eftir hádegi á morgun er útlit fyrir að vindur verði víða 15-20 m/s og hvassari í éljum og þá hefur einnig kólnað talsvert frá morgninum. Á fjallvegum, einkum á vestanverðu landinu verður ekki eins hlýtt svo að bæði má reikna með að úrkoma fari seinna yfir í rigningu í kvöld eða nótt og eins kólnar fyrr þar á morgun svo að öll úrkoma fellur þar sem él á morgun. Föstudagurinn verður líklega keimlíkur morgundeginum en fer þó að lægja undir kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él N- og A-lands, en annars bjartviðri. Frost 0 til 7 stig, en víða frostlaust við ströndina. Vaxandi suðaustanátt í dag og þykknar upp, fyrst um landið vestanvert, 15-23 m/s og slydda eða snjókoma þar undir kvöld, en rigning á láglendi um miðnætti. Dálítil slydda eða rigning SA-lands, en þurrt að kalla NA-til. Rigning um mest allt land í nótt og hiti víða 2 til 8 stig. Suðvestan 15-23 á morgun, en hægari fyrst í fyrramálið. Skúrir og síðar él og kólnar, vægt frost síðdegis en hiti 0 til 4 stig við ströndina. Yfirleitt þurrt NA- og A-lands. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s með éljagangi S- og V-til og hiti nálægt frostmarki, en frostlaust við ströndina. Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, en bjartviðri NA-lands, hvassast við S- og V-ströndina. Hiti kringum frostmark. Á laugardag: Hægt minnkandi suðvestanátt og él, en bjartviðri eystra. Hiti um og undir frostmarki. Á sunnudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil snjókoma syðst og vestast. Fremur kalt í veðri.
Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira