Leikur sem við eigum oft í erfiðleikum með Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 10:00 Ingibjörg Sigurðardóttir skallar boltann í 1-1 jafnteflinu við Svíþjóð á Laugardalsvelli í haust. vísir/vilhelm Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Jafntefli í dag dugar Íslandi til að tryggja sér 2. sæti í riðlinum og fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Ágætar líkur eru á að sigur í dag og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag dygðu hins vegar til að koma Íslandi beint á EM, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að vinna Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan, þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum, því eina markið kom um miðjan seinni hálfleik, úr smiðju Elínar Mettu Jensen. Klippa: Ingibjörg um Slóvakíu „Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að komast í gegnum þær. Við vorum mikið með boltann en í fyrri hálfleiknum var kannski aðeins of lágt tempó hjá okkur með boltann. Um leið og við jukum hraðann í seinni hálfleiknum fórum við að geta opnað þær aðeins betur,“ sagði Ingibjörg við Vísi í gær. „Leiðinlegt fyrir þær“ „Þetta endaði samt bara 1-0, þetta er hörkulið með gott varnarskipulag. Þetta er kannski leikur sem að við eigum oft í erfiðleikum með; að vera mikið með boltann og þurfa að spila okkur í gegnum svona varnarsinnað lið. Þetta er mikið „challenge“ fyrir okkur. Þær eru á heimavelli og maður býst ekkert við besta velli í heimi. Aðstæðurnar eru ekkert eins og á Laugardalsvelli. Við verðum bara að reyna að halda háu tempói með boltann og vera þolinmóðar. Ég held að það sé lykillinn. Þær eru líka fastar fyrir og það verður kannski mikið af aukaspyrnum og stoppi í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt,“ sagði Ingibjörg. Íslenska liðinu hefur til þessa tekist að forðast kórónuveirusmit en hið sama verður ekki sagt um leikmenn Slóvakíu því aðalmarkaskorari liðsins, Patrícia Hmírová, er með veiruna. „Það hlaut kannski að koma að því að það kæmi eitthvað upp í tengslum við okkar leiki því það hefur allt gengið upp hingað til. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þær, maður vill bæta besta liðinu, en svona er þetta,“ sagði Ingibjörg. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Ingibjörg Sigurðardóttir segir það mikla áskorun fyrir íslenska landsliðið að brjóta upp vörn Slóvakíu í dag, á velli sem sé ekki sá besti, og knýja fram sigur í baráttunni um að komast beint á EM í fótbolta. Jafntefli í dag dugar Íslandi til að tryggja sér 2. sæti í riðlinum og fara í umspil um sæti á EM í Englandi. Ágætar líkur eru á að sigur í dag og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag dygðu hins vegar til að koma Íslandi beint á EM, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Það reyndist hins vegar þrautin þyngri að vinna Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan, þrátt fyrir yfirburði úti á vellinum, því eina markið kom um miðjan seinni hálfleik, úr smiðju Elínar Mettu Jensen. Klippa: Ingibjörg um Slóvakíu „Þær voru mjög þéttar fyrir og erfitt að komast í gegnum þær. Við vorum mikið með boltann en í fyrri hálfleiknum var kannski aðeins of lágt tempó hjá okkur með boltann. Um leið og við jukum hraðann í seinni hálfleiknum fórum við að geta opnað þær aðeins betur,“ sagði Ingibjörg við Vísi í gær. „Leiðinlegt fyrir þær“ „Þetta endaði samt bara 1-0, þetta er hörkulið með gott varnarskipulag. Þetta er kannski leikur sem að við eigum oft í erfiðleikum með; að vera mikið með boltann og þurfa að spila okkur í gegnum svona varnarsinnað lið. Þetta er mikið „challenge“ fyrir okkur. Þær eru á heimavelli og maður býst ekkert við besta velli í heimi. Aðstæðurnar eru ekkert eins og á Laugardalsvelli. Við verðum bara að reyna að halda háu tempói með boltann og vera þolinmóðar. Ég held að það sé lykillinn. Þær eru líka fastar fyrir og það verður kannski mikið af aukaspyrnum og stoppi í leiknum. Við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt,“ sagði Ingibjörg. Íslenska liðinu hefur til þessa tekist að forðast kórónuveirusmit en hið sama verður ekki sagt um leikmenn Slóvakíu því aðalmarkaskorari liðsins, Patrícia Hmírová, er með veiruna. „Það hlaut kannski að koma að því að það kæmi eitthvað upp í tengslum við okkar leiki því það hefur allt gengið upp hingað til. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir þær, maður vill bæta besta liðinu, en svona er þetta,“ sagði Ingibjörg.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03