Ekkert fær stöðvað Bayern á meðan hörmulegt gengi Marseille heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 22:26 Neuer var frábær í liði Bayern í kvöld. EPA-EFE/Lukas Barth-Tuttas Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Meistarar Bayern halda áfram á sigurbraut á meðan Marseille tapar og tapar í keppni þeirra bestu. Meistarar Bayern München tóku á móti Red Bull Salzburg frá Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir að vinna 3-1 sigur þá var sigur Bæjara ekki jafn öruggur og lokatölurnar gefa til kynna. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en markavélin Robert Lewandowski kom Bayern yfir undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að þeir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan 2-0 fyrir Bayern. 69 - Since the start of last season, Robert Lewandowski has scored 69 goals in 60 appearances for Bayern Munich in all competitions, including 18 goals in 14 Champions League games, the most of any player in that time. Nice. pic.twitter.com/NQ5uNyXDSX— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Á 66. mínútu fékk Marc Roca sitt annað gula spjald í liði Bayern og þar með rautt. Leroy Sané bætti samt sem áður við þriðja marki heimamanna aðeins tveimur mínútum síðar. Á 73. mínútu minnkaði Mergim Berisha muninn fyrir gestina og í kjölfarið fengu þeir nokkur góð færi. Alltaf sá hinn magnaði Manuel Neuer við þeim og fór það svo að Bayern hélt út. Lokatölur 3-1 og Bayern með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum. Í hinum leik A-riðils gerðu Atlético Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Bayern komið áfram í 16-liða úrslit og búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Atl. Madrid er með fimm stig, Lokomotiv er með þrjú og Salzburg rekur lestina með eitt. Í C-riðli mættust Marseille og Porto í Frakklandi. Zaidu Sanusi kom gestunum yfir á 39. mínútu og var staðan 1-0 Porto í vil í hálfleik. Marko Grujic fékk sitt annað gula spjald í liði gestanna á 67. mínútu og Marseille taldi sig eiga möguleika á að fá eitthvað úr leiknum. Aðeins þremur mínútum síðar nældi Leonardo Balerdi í sitt annað gula spjald í liði heimamanna er hann braut af sér innan vítateigs. Sérgio Oliveira fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 Porto í vil og reyndust það lokatölur. 13 - Marseille have lost each of their last 13 Champions League games, the longest run of any team in the history of the competition. AJamaisLesPremiers. pic.twitter.com/U1XKoUaAOA— OptaJean (@OptaJean) November 25, 2020 Porto er nú í 2. sæti C-riðils, þremur stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum með 12 stig. Marseille er hins vegar á botninum án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Meistarar Bayern halda áfram á sigurbraut á meðan Marseille tapar og tapar í keppni þeirra bestu. Meistarar Bayern München tóku á móti Red Bull Salzburg frá Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir að vinna 3-1 sigur þá var sigur Bæjara ekki jafn öruggur og lokatölurnar gefa til kynna. Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik en markavélin Robert Lewandowski kom Bayern yfir undir lok fyrri hálfleiks og sá til þess að þeir voru 1-0 yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins sjö mínútna gamall þegar Maximilian Wöber varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan 2-0 fyrir Bayern. 69 - Since the start of last season, Robert Lewandowski has scored 69 goals in 60 appearances for Bayern Munich in all competitions, including 18 goals in 14 Champions League games, the most of any player in that time. Nice. pic.twitter.com/NQ5uNyXDSX— OptaJoe (@OptaJoe) November 25, 2020 Á 66. mínútu fékk Marc Roca sitt annað gula spjald í liði Bayern og þar með rautt. Leroy Sané bætti samt sem áður við þriðja marki heimamanna aðeins tveimur mínútum síðar. Á 73. mínútu minnkaði Mergim Berisha muninn fyrir gestina og í kjölfarið fengu þeir nokkur góð færi. Alltaf sá hinn magnaði Manuel Neuer við þeim og fór það svo að Bayern hélt út. Lokatölur 3-1 og Bayern með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum. Í hinum leik A-riðils gerðu Atlético Madrid og Lokomotiv Moskva markalaust jafntefli. Bayern komið áfram í 16-liða úrslit og búnir að tryggja sér toppsæti riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir. Atl. Madrid er með fimm stig, Lokomotiv er með þrjú og Salzburg rekur lestina með eitt. Í C-riðli mættust Marseille og Porto í Frakklandi. Zaidu Sanusi kom gestunum yfir á 39. mínútu og var staðan 1-0 Porto í vil í hálfleik. Marko Grujic fékk sitt annað gula spjald í liði gestanna á 67. mínútu og Marseille taldi sig eiga möguleika á að fá eitthvað úr leiknum. Aðeins þremur mínútum síðar nældi Leonardo Balerdi í sitt annað gula spjald í liði heimamanna er hann braut af sér innan vítateigs. Sérgio Oliveira fór á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan orðin 2-0 Porto í vil og reyndust það lokatölur. 13 - Marseille have lost each of their last 13 Champions League games, the longest run of any team in the history of the competition. AJamaisLesPremiers. pic.twitter.com/U1XKoUaAOA— OptaJean (@OptaJean) November 25, 2020 Porto er nú í 2. sæti C-riðils, þremur stigum á eftir Manchester City sem trónir á toppnum með 12 stig. Marseille er hins vegar á botninum án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu