Biður fólk að íhuga hvort það þurfi að eltast við 10% afslátt á gallabuxum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 12:31 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn virðist ekki líklegur til að nýta sér afslátt í verslunum á morgun. Hann minnir á netverslun sem komi í veg fyrir að fólk komi saman. Almannavarnir Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til að meta hvort nauðsynlegt sé að flykkjast í verslunarmiðstöðvar á Svörtum föstudegi og kaupa sér gallabuxur á 10% prósenta afslætti. Sóttvarnalæknir deilir áhyggjum af samþjöppun fólks í stórum verslunum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn biður fólk um að velta fyrir sér hvort það þurfi að flykkjast í verslunarmiðstöðvar til að nýta sér einhvern smávegis afslátt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir deilir áhyggjunum og segir fólk hafa verið að smitast í stóru verslunarmiðstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar eru um uppsveiflu á ný í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af fjölda samfélagslegra smita, fáir séu í sóttkví og erfitt að rekja smitin. Fyrirhuguð aflétting aðgerða, sem flestir reiknuðu með í næstu viku þó hún yrði ekki mikil, er í uppnámi. Enginn sérstakur viðbúnaður Rögnvaldur var spurður út í það á upplýsingafundi almannavarna í dag hvort einhver sérstakur viðbúnaður yrði í Kringlunni og Smáralind á morgun. Stór verslunardagur er á morgun, svonefndur svartur föstudagur að bandarískum sið. „Mér er ekki kunnugt um sérstakan viðbúnað lögreglu út af þessu. En eins og við höfum alltaf sagt að ef þér er umhugað um sóttvarnir og kominn inn í aðstæður sem þér líst ekki á þá áttu bara að snúa við og fara til baka,“ sagði Rögnvaldur. Þá minnti hann á að margt væri hægt að versla á netinu. Einnig ætti fólk að velta fyrir sér „hversu mikilvægt sé að fara stað og sækja gallabuxurnar á 10% afslætti eða hvað það er.“ Auðvitað verði hver og einn að gera upp við sig en Rögnvaldur bað fólk um að huga að smitvörnum, sem fyrr og sérstaklega núna. Hópamyndun í verslunarmiðstöðvum til skoðunar Þórólfur tók undir áhyggjum Rögnvaldar af því að fólki sé smalað í stórum hópum í stórar verslanir. „Það getur ýmislegt gerst þar svo ég hef ákveðnar áhyggjur af því.“ Rakning leiði í ljós að smit hafi orðið í verslunarmiðstöðvum. Samtök verslunar- og þjónustu hafa kallað eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir hópamyndanir í röðum fyrir utan verslanir þar sem víðast hvar er tíu manna hámark. Þórólfur segir til skoðunar að koma frekar í veg fyrir hópamyndun í verslunarmiðstöðvum. Hann var spurður út í tilhneigingu til þess að fólk safnist saman ótakmarkað í miðstöðvum jafnvel þó að tíu manns hámark sé í einstökum verslunum. Hvetur fólk til að passa sig í hópamyndun. Allar takmarkanir sem eru á núna séu í sífelldri endurskoðun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira