Dæmdur fyrir fimm milljóna króna þjófnaðinn í Gulli og silfri Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2020 14:07 Maðurinn braust inn í verslun Gulls og silfurs 14. september síðastliðinn. Braut hann rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og stal skartgripum að verðmæti 5,2 milljónum króna. vísir Rúmenskur karlmaður hefur reynst nokkuð stórtækur í þjófnaði undanfarna mánuði. Hann hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi en hann lét meðal annars greipar sópa í Gull og silfri á Laugavegi í september og hafði á brott skartgripi að verðmæti fimm milljónir króna. Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás eftir að hafa veist með ofbeldi að konu, starfsmanni verslunar Bónuss á Akranesi í ágúst, með því að hrækja í andlit hennar þegar hún hafði af honum afskipti vegna þjófnaðarbrots. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi þann 14. september síðastliðinn, brotist inn í verslun Gulls og silfurs á Laugavegi með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið þrjátíu armböndum, ellefu hringjum og þremur brjóstnælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónum króna. Karlmaðurinn braut margfalt öryggisgler á inngangi verslunarinnar, skreið inn um gat, lét greipar sópa áður en hann flúði eins og sjá má í myndbandinu. Var dýrasta gullarmbandið, sem var með grænum steinum og hvítum demöntum, metið á 490 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn þegar hann var á flótta frá vettvangi. Vísir ræddi við Kristjönu Ólafsdóttur, annars eiganda Gulls og silfurs, morguninn eftir innbrotið. Hún lýsti því hvernig þjófurinn hefði flúið í átt að lögreglustöðinni og hlaupið í fangið á lögreglumönnum. Stal tölvum og sígarettum Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í október síðastliðinn brotist inn í verslun Elko á Granda, í félagi við aðra óþekkta menn, og stolið þaðan spjaldtölvum, fartölvum, snjallúrum og fleira að verðmæti 2,8 milljónum króna. Í ákæru segir einnig frá því að maðurinn hafi í ágúst síðastliðinn farið inn í verslun Orkunnar á Laugavegi og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 300 þúsund krónum og peningaskúffu sem innihélt 50 þúsund krónum. Tveimur dögum síðar fór hann svo inn í verslun Miðausturlandamarkaðarins í Lóuhólum og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 600 þúsund krónum. Skýlaus játning Maðurinn játaði skýlaust brot, en í dómnum kemur fram að hann hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. „Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegum fjárhæðum. Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að skilorðsbinda. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald,“ segir í dómnum. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir líkamsárás eftir að hafa veist með ofbeldi að konu, starfsmanni verslunar Bónuss á Akranesi í ágúst, með því að hrækja í andlit hennar þegar hún hafði af honum afskipti vegna þjófnaðarbrots. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi þann 14. september síðastliðinn, brotist inn í verslun Gulls og silfurs á Laugavegi með því að brjóta rúðu á hurð í anddyri verslunarinnar og þaðan stolið þrjátíu armböndum, ellefu hringjum og þremur brjóstnælum, samtals að verðmæti rúmlega 5,2 milljónum króna. Karlmaðurinn braut margfalt öryggisgler á inngangi verslunarinnar, skreið inn um gat, lét greipar sópa áður en hann flúði eins og sjá má í myndbandinu. Var dýrasta gullarmbandið, sem var með grænum steinum og hvítum demöntum, metið á 490 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn þegar hann var á flótta frá vettvangi. Vísir ræddi við Kristjönu Ólafsdóttur, annars eiganda Gulls og silfurs, morguninn eftir innbrotið. Hún lýsti því hvernig þjófurinn hefði flúið í átt að lögreglustöðinni og hlaupið í fangið á lögreglumönnum. Stal tölvum og sígarettum Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í október síðastliðinn brotist inn í verslun Elko á Granda, í félagi við aðra óþekkta menn, og stolið þaðan spjaldtölvum, fartölvum, snjallúrum og fleira að verðmæti 2,8 milljónum króna. Í ákæru segir einnig frá því að maðurinn hafi í ágúst síðastliðinn farið inn í verslun Orkunnar á Laugavegi og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 300 þúsund krónum og peningaskúffu sem innihélt 50 þúsund krónum. Tveimur dögum síðar fór hann svo inn í verslun Miðausturlandamarkaðarins í Lóuhólum og stolið þaðan sígarettum að verðmæti 600 þúsund krónum. Skýlaus játning Maðurinn játaði skýlaust brot, en í dómnum kemur fram að hann hafi ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. „Brot ákærða eru stórfelld og varða verulegum fjárhæðum. Til hins er að líta að ákærði hefur játað sök greiðlega. Með hliðsjón af þessu er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 12 mánuði, sem í ljósi brotanna er ekki unnt að skilorðsbinda. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald,“ segir í dómnum.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42 Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Auðvitað fer þetta inn á sálina“ Brotist var inn í verslunina Gull og silfur við Laugaveg í nótt í annað skiptið á skömmum tíma. 14. september 2020 14:42
Braust inn í skartgripaverslun en var gómaður á hlaupum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um yfirstandandi innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi. 14. september 2020 06:24