Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 15:36 Frá minnisvarða um Paty í París. EPA/SEBASTIEN NOGIER Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. Fjórir táningar hafa verið ákærðir vegna grimmilegs morðs kennarans Samuel Paty, sem var afhöfðaður á götu út i í síðasta mánuði. Þrír þeirra eru sagðir hafa bent morðingjanum á Paty og eru ákærðir fyrir aðkomu að morði og hryðjuverki. Táningarnir þrír eru 13 og fjórtán ára. Sá fjórði er dóttir eins foreldris sem hóf herferð gegn Paty á netinu. Hún er sögð hafa ófrægt Paty. Þrír aðrir táningar voru ákærðir fyrr í mánuðinum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Hann hét Abdoulakh A. og fæddist í Moskvu. Hann sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandí, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Morð Paty hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar hafa kvartað yfir því að það hafi orðið mun erfiðara og að þau óttist hefndaraðgerðir. Þá hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafið það sem hann hefur kallað áætlun ríkisstjórnarinnar gegn íslömskum öfgaöflum í landinu. Þeirri áætlun er ætlað að sporna gegn aðskilnaðaröflum og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Frakkland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Fjórir táningar hafa verið ákærðir vegna grimmilegs morðs kennarans Samuel Paty, sem var afhöfðaður á götu út i í síðasta mánuði. Þrír þeirra eru sagðir hafa bent morðingjanum á Paty og eru ákærðir fyrir aðkomu að morði og hryðjuverki. Táningarnir þrír eru 13 og fjórtán ára. Sá fjórði er dóttir eins foreldris sem hóf herferð gegn Paty á netinu. Hún er sögð hafa ófrægt Paty. Þrír aðrir táningar voru ákærðir fyrr í mánuðinum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Hann hét Abdoulakh A. og fæddist í Moskvu. Hann sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandí, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Morð Paty hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar hafa kvartað yfir því að það hafi orðið mun erfiðara og að þau óttist hefndaraðgerðir. Þá hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafið það sem hann hefur kallað áætlun ríkisstjórnarinnar gegn íslömskum öfgaöflum í landinu. Þeirri áætlun er ætlað að sporna gegn aðskilnaðaröflum og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum.
Frakkland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira